fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Ísold slær í gegn hjá feminískum áhrifavöldum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram-síðan Feminist dreifir, eins og nafn síðunnar gefur til að kynna, feminískum boðskap. Síðan nýtur gríðarlega vinsælda og er með yfir 2,8 milljón fylgjendur.

Það verður því að teljast ansi merkilegt að síðan birti mynd af íslensku fyrirsætunni og aktívistanum Ísold Halldórudóttur. Ísold hefur vakið mikla athygli hér heima og erlendis. Hún er ötul baráttukona fyrir líkamsvirðingu og deilir andríkum skilaboðum á Instagram-síðu sinni.

https://www.instagram.com/p/B5QK-anABT1/

„Og bara veistu, að meðan það er fullkomlega skiljanlegt að þú finnur fyrir óöryggi og kvíða varðandi líkama þinn, þá er það bara þarna því samfélagið og fjölmiðlar vilja að þú kaupir fegurð í boxi. Fegurð þín fer langt yfir einhvern mælikvarða sem samfélagið vill að þú farir eftir. Þú ert eigin fegurð, og örin þín eða exem eru hluti af því þar til þau eru það ekki. Aldrei finna fyrir pressu að laga þig til að fá samþykki einhvers annars,“ er haft eftir Ísold í færslunni. Myndin hefur fengið yfir 86 þúsund like og fjölda kommenta.

Ekki nóg með að slá í gegn fyrir baráttu sína þá gengur Ísold einnig mjög vel í fyrirsætubransanum og kemur meðal annars fram í vetraútgáfu Dazed tímaritsins. Ísold hefur verið dugleg að birta myndir úr myndaseríu Dazed sem má sjá hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/B5IgyS6gHqz/

https://www.instagram.com/p/B5Ld6hlAl3I/

https://www.instagram.com/p/B5QHDr2A9ne/

https://www.instagram.com/p/B5TM3tLgILP/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum