fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Ritstjóri Hringbrautar sakar Þorberg um rangfærslur: „Flugmenn taka ekki sjens á því eftir að maður er búinn að hegða sér dólgslega“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. nóvember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri Hringbrautar, segir Þorberg Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara í handbolta og meintan flugdólg, hafa farið með miklar rangfærslur í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgunni fyrir skömmu. Forsaga málsins er sú að flugvél Wizz Air á leiðinni frá Búdapest til Reykjavíkur var lent í Stafangri í Noregi og Þorbergur Aðalsteinsson handtekinn vegna hegðunar hans um borð. Hringbraut var fyrst íslenskra fjölmiðla til að nafngreina Þorberg en í erlendum fjölmiðlum var sagt að Þorbergur hefði gert tilraun til flugráns. Hringbraut leiðrétti hins vegar þann fréttaflutning en sagði að Þorbergur hefði látið dólgslega um borð og Kristjón ítrekaði þær fullyrðingar á Bylgjunni í morgun.

Þorbergur lýsti málinu öllu á Bylgunni fyrir skömmu sem neyðarlegum misskilningi og sagði að norska lögreglan væri búin að biðja hann afsökunar vegna handtökunnar. Kristjón sagði hins vegar að Þorbergur hefði verið í mjög slæmu ástandi um borð í vélinni en sjálfur sat Kristjón tveimur til þremur sætaröðum fyrir aftan hann. Þorbergur hélt því fram við Bylgjuna að maður að nafni Kristófer hefði hringt í gríð og erg í Hringbraut en Kristjón sagði þetta rangt, hann hefði sjálfur verið um borð og fylgst með því sem fram fór og meðal annars gefið sig stuttlega á tal við Þorberg.

Kristjón segir að Þorbergur hafi vaknað um það leyti sem flugfreyjur hófu að bjóða veitingar til sölu um borð. Samskipti hans við flugfreyju hefðu tekið 10-15 mínútur og vandamálið hefði verið það að hann skildi ekki flugfreyjuna og reyndi að borga með íslenskum peningum sem ekki var hægt og mundi ekki pin-númerið á kortinu sínu. Þá hefði hann hvað eftir annað risið á fætur, verið með ógnandi tilburði, spurt eftir flugfreyjunni og sparkað í hurðina á flugstjórnaklefanum.

Síðan hafi Þorbergur sest og sofnað aftur. Hann var síðan vakinn í Stafangri þar sem flugvélinni var lent og Þorbergur handtekinn.

Varðandi fullyrðingar um að norska lögreglan hafi beðist afsökunar á handtökunni þá sagðist Kristjón gjarnan vilja sjá gögn um það en Þorbergur hafi nú þegar farið með rangfærslur um málið á Bylgjunni. Varðandi þá ákvörðun flugstjóra að lenda vélinni í Stafangri sagði Kristjón:

„Flugmenn taka ekki sjens á því eftir að maður er búinn að hegða sér dólgslega. Flugstjórinn ber ábyrgð þarna á 2-300 manns. Það segir sig sjálft að hann grípur ekki til svona aðgerða bara af því einhver flugfreyja var með frekju. Það er týpískt fyrir menn sem haga sér með þessum hætti að fara að kenna einhverju frekju í flugfreyju um allt saman.“

Þorbergur mun hafa tekið svefntöflu áður en hann sofnaði í vélinni og Kristjón telur líklegt að vegna töflunnar hafi hann vaknað í svona annarlegu ástandi. „Flugfreyjurnar voru bara hræddar,“ sagði Kristjón og hann sagði jafnframt:

„Mér finnst leiðinlegt að koma hingað og lýsa því ástandi sem Þorbergur var í þarna en það er ekki annað hægt eftir þær rangfærslur sem hann hefur haft uppi um Hringbraut í þessum þætti.“

Sjá einnig:

Þorbergur svarar fyrir fréttaflutning um meint dólgslæti í flugi Wizz air

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu