fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Neyðarskýli fyrir heimilislausa karla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði í dag nýtt neyðarskýli fyrir unga heimilislausa karla sem glíma við áfengis- og vímuefnavanda við Grandagarð í Reykjavík.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Velferðarráði Reykjavíkurborgar. Er skýlið sagt vera þriðja sinnar tegundar á vegum borgarinnar og er bent á að fjölgun hafi orðið í hópi heimilislausra fíkniefnaneytenda á aldrinum 18 til 20 ára. Bent er á mikilvægi þessa að að greina unga fíkniefnaneytendur frá þeim eldri. Í tilkynningunni segir:

„Í neyðarskýlinu verður tekið á móti 15 einstaklingum og opnunartími er frá fimm síðdegis til tíu á morgnana alla daga ársins. Tveir til þrír starfsmenn verða á vakt í skýlinu hverju sinni.

Neyðarskýlið er þriðja sinnar tegundar á vegum Reykjavíkurborgar en fyrir eru gistiskýlið við Lindargötu og Konukot. Alls verður hægt að taka á móti 45 körlum og 12 konum í neyðarskýlum borgarinnar með tilkomu nýja skýlisins.  Gláma/Kím Arkitektar teiknuðu breytingar á húsinu en Kjölur byggingafélag og Guðmundur Pálsson sáu um framkvæmdir.

Með tilkomu neyðarskýlisins við Grandagarð hefur Reykjavíkurborg nú möguleika á að aðgreina hóp yngri og eldri karla sem stríða við heimilisleysi. ,,Við fögnum því að geta bætt þjónustu við unga heimilislausa vímuefnaneytendur,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Rannsóknir sýna að ungmenni sem stríða við heimilisleysi og glíma við alvarlegan vímuefnavanda eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi og því mikilvægt að aðgreina hópinn frá eldri neytendum. Rauði Krossinn hefur bent á fjölgun í aldurshópnum 18-20 sem stríða við heimilisleysi og alvarlegan vímuefnavanda. Þá er staðreynd að ungum mönnum sem neyta vímuefna um æð hefur fjölgað hlutfallslega í Gistiskýlinu við Lindargötu á undanförnum árum.

Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða mun sjá um rekstur neyðarskýlisins en miðstöðin annast umsjón með málaflokki heimilislausra á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Til að mæta þörfum yngri hópsins verður aldurstakmark á Granda miðað við 30 ára aldur.

Sérfræðingar frá Þjónustumiðstöðinni verða ráðgefandi við stjórnendur neyðarskýlanna og bjóða viðtöl fyrir notendur. Markmið ráðgjafar í nýja neyðarskýlinu er að styðja notendur við að sækja þjónustu og stuðning innan félags- og heilbrigðiskerfisins. Ráðgjafar eru í samstarfi við heilbrigðiskerfið  í skimun fyrir smitsjúkdómum og meðferð notenda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“