fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Elva Björk hélt hún myndi missa dóttur sína – Gerðist á sekúndubroti – „Ég hnoðaði litla hjartað hennar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vildi að ég hefði fengið einhverja fræðslu um þetta eða vitneskju,“ segir Elva Björk Sigurðardóttir um skelfilega lífsreynslu þegar eins árs gömul dóttir hennar missti meðvitund vegna hitakrampa. Hún segir frá því í viðtali við Hringbraut.

„Svona áfall situr svo í manni,“ segir Elva Björk í samtali við DV og segist jafnframt vona að þetta muni hjálpa öðrum sem munu lenda í þessu í framtíðinni.

Elva Björk segir í samtali við Hringbraut að Birta hafi hvorki verið með hita né lasin þegar hún fékk krampann. „Á sekúndu broti sýndi hún allt í einu mikil þreytu einkenni, augun hálflokuð og hún svaraði ekki áreiti. Úr því galopnuðust augun og titruðu, hún rétti fram hendur og stífnaði öll,“ segir Elva Björk.

Elva Björk og Birta. Mynd: Aðsend/Elva Björk

Á leiðinni á spítalann þurfti Elva Björk að taka Birtu úr bílstólnum.

„Hún hætti að anda og blánaði öll í andlitinu. Ég hélt henni á hlið og sló á bakið hennar. Hnoðaði svo litla hjartað og blés í munninn hennar þess á milli meðan ég bað til guðs að taka hana ekki frá mér,“ segir Elva Björk.

Á þessum tímapunkti hélt hún að hún myndi missa dóttur sína.

„Ég hélt að litli demanturinn okkar væri að yfirgefa okkur. Eftir rúmar 2 mínútur í krampa byrjaði hún að anda aftur, og við þá rétt ókomin á spítalann,“ sagði Elva Björk.

Mægðurnar á spítalanum. Mynd/Aðsend – Elva Björk

Þegar á spítalann var komið var Birta sögð vera með hita og var send á barnaspítalann. Hún var með hita í rúman sólahring og varð fljótlega lík sér sjálfri aftur. Sem betur fer hefur þetta ekki komið fyrir aftur en samkvæmt bestu vitund Elvu Bjarkar fá börn þetta aðeins einu sinni.  Hún segist óska þess að hafa fengið einhverja fræðslu um hvað hún ætti að gera í þessum sporum áður en þetta gerðist.

Elva Björk ásamt börnum sínum, Daníel Aroni og Birtu Lind

Eftir atvikið fékk hún fræðslu frá hjúkrunarfræðing á barnaspítalanum.

„Hún sagði við okkur að best væri að leggja hana út af ef þetta kæmi fyrir aftur. Setja hana á hlið, leyfa krampanum að líða hjá og tala rólega til hennar þar sem heyrnin er það fyrsta sem kemur til baka,“ segir Elva Björk.

„Ég hef farið á skyndihjálparnámskeið og lært mikið um skyndihjálp ungabarna. En mér fannst ég ekki hafa lært um að krampinn geti komið svona upp úr þurru. Ég sá það einhvern veginn frekar fyrir mér að hann kæmi þegar barn er með háan hita og færi í krampa út frá því. Hún mældist einmitt aldrei með háan hita, en þar sem hann rauk svona hratt upp þá kom krampinn,“ segir Elva Björk í samtali við DV.

„Þess vegna grunaði mig engan veginn á þessu augnabliki að þetta væri hitakrampi. Ég hélt hún væri að kafna á einhverju eða búin að innbyrða eitthvað eitur. Það var það eina sem mér datt í hug.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Engar mennskar leifar hafa fundist í flaki Titanic – Hvað varð um líkin?

Engar mennskar leifar hafa fundist í flaki Titanic – Hvað varð um líkin?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt