fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Sveinn Aron harmar glæp sinn – „Ég sýndi óafsakanlegt dómgreindarleysi og ósæmilega hegðun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handboltamaðurinn Sveinn Aron Sveinsson hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar dóms vegna líkamsárásar sem hann hlaut fyrir skömmu. Sveinn Aron, sem hefur unnið Íslandsmeistari með Val í handbolta, réðst á mann á Októberfest fyrir utan Háskóla Íslands haustið 2017. Samkvæmt dómi sparkaði Sveinn meðal annars í höfuð mannsins þar sem hann lá í jörðinni. Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 9. september 2017, á bílastæði við Sæmundargötu í Reykjavík. Sveinn réðst á manninn, sem féll til jarðar, og sparkaði ítrekað í höfuð hans.

Valur sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hafnað var frekara samstarfi við handboltamanninn og samningum við hann rift. Sveinn Aron hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar framkomu sína:

„Ég harma að Valur hafi dregist inn í umræðu um dóm sem ég hlaut í síðustu viku vegna líkamsárásar sem átti sér stað fyrir meira en tveimur árum síðan. Allan minn íþróttaferil hef ég lagt hart að mér fyrir Val, þar sem hjartað mitt hefur slegið undanfarin tuttugu ár. Á þeim tíma hef ég gengið í gegnum hæðir og lægðir með félaginu og óska þess heitast að þótt samstarfi mínu við félagið sé nú lokið verði sigranna minnst sem við náðum í yngri flokkum sem og í meistaraflokki þar sem Íslandsmeistaratitillinn 2017 stendur hæst. Eftir að hafa hampað titlinum ákvað ég að leggja skóna á hilluna og var því ekki leikmaður Vals þegar ég sýndi ófsakanlegt dómgreindarleysi og ósæmilega hegðun, sem ég viðurkenndi skýlaust fyrir dómi og tek núna út refsingu fyrir. Sú byrði mín á ekki að skyggja á íþróttafélagið mitt og stuðningsmenn þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“