fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Hermann um mál Atla Rafns – „Dónaskapur er ekki það sama og nauðgun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. nóvember 2019 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál leikarans Atla Rafns Sigurðssonar er stöðugt til umræðu en honum voru nýlega dæmdar skaðabætur í héraðsdómi vegna uppsagnar frá leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra Borgarleikhússins. Ástæða uppsagnarinnar voru ásakanir nokkurra samstarfskvenna Atla um kynferðislega áreitni. Hins vegar voru tilvikin aldrei tilgreind fyrir Atla né fékk hann að vita hverjir ásakendurnir voru. Héraðsdómur mat að Kristín hefði ekki verið eftir ákvæðum reglugerðar sem tekur til áreitni og eineltis á vinnustöðum.

Rithöfundurinn Hermann Stefánsson fer yfir málið í nýjum pistli á Stundinni. Hermann hefur verið nokkuð gagnrýninn á #metoo byltinguna, bæði í smásögu sem hann birti í nýjustu bók sinni, sem  og í viðtölum. Hann nálgast þetta mál nokkuð á grunni þeirrar gagnrýni. Með öðrum orðum sé engan veginn vitað hvers eðlis meint brot Atla Rafns voru sögð vera. Allt of algenngt sé að gera ekki greinarmun á óæskilegri hegðun og grófum brotum. Hermann skrifar:

„En þá kemur ef til vill að kjarna máls: Það er ekki það sama að stela rabarbara úr garði og að myrða konu með köldu blóði. Og kvíavillur af þeim toga finnast ekki bara í tilbrigðum við suður-amerískar smásögur.

Því það er líka eðlisólíkt að vera sakaður um nauðgun og leiðindi. Þegar það spyrst út að einhver hafi misst starfið vegna kvartana sem spruttu upp úr #metoo án þess að nokkuð annað og nákvæmara fylgi sögunni merkir það að sá maður er ærulaus — því #metoo gerir ekki greinarmun á svæsnustu nauðgun og dónalegu bauli. Kynferðisáreitni nær yfir allan skalann og sennilegast er að þeir sem ekki þekkja til ætli það verra fram yfir það skárra.

Þarna á milli er að sjálfsögðu allur fjandinn.

En það gengur ekki upp að því sé leyft að hanga í lausu lofti hvort heldur er, því leyft að svífa um í óskilgreinanlegri þögn. Það skekkir alla hugsun um siðferðisleg efni. Sé það saknæmt athæfi — nauðgun — er aðstaða yfirmanna stofnana (og félaga) þeim mun verri; sé það ekki saknæmt athæfi samkvæmt lögum — pirrandi dónaskapur í orðum, til eða frá í allar áttir — er ekki óhugsandi að það sé siðferðisleg skylda þess sama yfirmanns að upplýsa með einhverjum mjög svo almennum orðum að svo sé, hafi málið á annað borð komist í almæli. Til þess þarf hann hreint ekki að rjúfa nafnleynd.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“