fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Mótmæla meintum áróðursmyndböndum ríkisstjórnarinnar – „Móðgun við upplýsta umræðu“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. nóvember 2019 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, mótmælir meintum áróðursmyndböndum ríkisstjórnarinnar sem birt voru á vef Stjórnarráðs Íslands í síðasta mánuði í tilefni 25 ára afmæli EES-samningsins.

„Stjórnarráðið hefur látið gera og birt myndbönd um Samninginn um evrópska efnahagssvæðið.  Myndbönd þessi eru undarleg og vægast sagt vafamál að rétt sé að greitt sé úr ríkissjóði fyrir efni af því tagi sem þar er.“

Heimssýn telur myndböndin gagngert sýna jákvæða fleti EES-samningsins og gefa til kynna að án samningsins væru hlutirnir verri.

Í myndböndunum er fjallað um margt sem flestir telja jákvætt, svo sem sjúkratryggingar, nám í útlöndum, verslun við önnur Evrópulönd, öryggiskröfur, greiðslumiðlun, vinnuvernd og umhverfismál svo nokkuð sé nefnt.  Ýmist er sagt berum orðum, eða gefið sterklega í skyn, að mál þessi, og fleiri, væru í ólestri ef ekki væri EES-samningur.  Flestir sem til þekkja gera sér grein fyrir að engin ástæða er til að ætla að svo væri, en svo virðist sem myndböndunum sé ætlað að ná til þeirra sem þekkja síður til, í því skyni að sannfæra þá um að EES-samningurinn sé upphaf og endir flestra hluta, þó svo ekkert hafi komið fram sem bendi til að svo sé.“

Hvetur Heimsýn til skynsamlegrar umræðu um raunverulega kosti og galla. Þarna sé hreinlega um áróðursmyndbönd að ræða, einhliða áróður og móðgun við upplýsta umræðu.

Heimssýn hvetur til skynsamlegrar umræðu um raunverulega kosti og galla EES-samningsins og þá valkosti sem við hann kunna að vera.  Myndböndin sem hér um ræðir komast hvergi nærri því að vera framlag í slíka umræðu.  Þau eru einhliða áróður, þar sem EES-samningurinn er kynntur með stolnum fjöðrum.  Þau eru móðgun við upplýsta umræðu, íslensku þjóðina, og Stjórnarráðinu til lítils sóma.“

Rétt er að minna á að Heimssýn er hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum sem eru á móti Evrópusambandinu. EES-samningurinn er viss framlenging á Evrópusambandinu sem veitir löndum sem ekki vilja vera hluti Evrópusambandsins inngöngu í ákveðna þætti evrópusamstarfsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Í gær

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Í gær

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins