Fjölmörg atvinnutækifæri veitast með stofnun nýja lággjaldaflugfélagsins Play. Á kynningarfundi félagsins sagði forstjórinn, Arnar Þór Magnússon, að félagið þyrfti mikinn mannskap í allskonar störf. Á heimasíðu félagsins er meðal annars auglýst eftir flugliðum, flugmönnum, textasmiði, markaðsfólki og alls konar öðru starfsfólki.
Samtals er óskað eftir fólki í 14 tegundir af störfum en innan einstakra flokka er óskað eftir mörgum starfsmönnum.