Að sögn Arnars Þórs Magnússonar, forstjóra nýs lággjaldaflugfélags, Play, er félagið fullfjármagnað. Að fjármögnuninni standa Íslensk verðbréf og ónefndur breskur fjárfestingarsjóður. Að sögn Arnars er erlenda fjárfestingin upp á 80% af rekstrarfénu.
Orðrómur er um að fjárfestingin sé í formi lánsfjár en ekki hlutafjár. Á blaðamannafundinum neitaði Arnar að gefa upp nokkuð hvað þetta varðar.