fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Af hverju má ekki segja frá?

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 14. júlí 2017 06:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Sigtryggur Ari

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar:

„Við í pólitíkinni fréttum bara af þessu eins og aðrir í fjölmiðlum,“ sagði borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, um mengunarslysið sem varð við Faxaskjól þar sem úrgangur fyllti strendur. Í annað skiptið á skömmum tíma varð svo borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, að viðurkenna að hann hefði fyrst frétt af óþægilegu máli í fjölmiðlum. Í fyrra skiptið var það vegna vopnaburðar lögreglu á almenningssamkomum, sem enginn hafði haft fyrir því að láta vita hann af, og í seinna skiptið var það vegna bilunar neyðarlúgu við dælustöðina í Faxaskjóli með tilheyrandi ömurlegum afleiðingum.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mynd/Sigtryggur Ari

Nú er í sjálfu sér ágætt að borgarstjórinn sé blíður á manninn, eins og Bastían bæjarfógeti, en hann á ekki bara að vera til skrauts. Hann er í ábyrgðarstarfi sem fulltrúi almennings og á að vera upplýstur um mikilvæg mál sem varða hag borgarbúa – og þá skiptir engu hvort hann er í sumarfríi eður ei. Því verður vart trúað að Dagur B. Eggertsson sé svo værukær að honum þyki best að frétta sem minnst af óþægilegum málum, en sé svo getur hann ekki vænst þess að verma lengi stól borgarstjóra. Sem borgarstjóri ber hann ábyrgð. Boðleiðir til hans eru greinilega ekki í lagi og hann ætti að leggja sig eftir því að láta kippa þeim í liðinn.

Stjórnendur Veitna, dótturfyrirtækis Orkuveitunnar, áttu samstundis að skýra frá bilun neyðarlúgunnar og upplýsa bæði borgaryfirvöld og almenning. Það var ekki gert og erfitt er að fá annað á tilfinninguna en að þar á bæ hafi menn viljað gera fremur lítið úr biluninni, það var látið eins og þarna hafi orðið smávægilegt óhapp. Það er ekkert einkamál Veitna þegar alls kyns viðbjóður fyllir strendur í nágrenni byggðar og engin leið að réttlæta þögn um þetta mál. Það ber hins vegar að virða við forsvarsmenn Veitna að þeir hafa beðist afsökunar á skorti á upplýsingargjöf. Rétt er að gefa sér að þar hafi menn lært af málinu.

Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV.

Stjórnmálamenn ættu einnig að leggja sig eftir því að læra af þessu leiðindamáli. Þeir eru kjörnir fulltrúar almennings og það er lágmark að þeir láti sig almannahagsmuni einhverju varða en þegi ekki eða yppi öxlum og segjast ekki hafa vitað af málinu. Ef þeir hafa ekki verið upplýstir um málið hafa orðið alvarleg mistök sem þeir eiga ekki að sætta sig við. Ef þeim er einfaldlega hjartanlega sama er best fyrir þá að finna sér aðra vinnu.

Borgarstjórinn á svo alveg sérstaklega að leggjast í rannsókn á því af hverju það gerist ítrekað að hann sé ekki látinn vita af málum sem honum koma sannarlega við. Dagur B. Eggertsson vill alveg örugglega vera annað og meira en bara upp á punt á tyllidögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni