fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Jón Gnarr boðar róttækan flokk sem berst gegn hagvexti: „Fyrsta verk yrði að banna flugelda og áramótabrennur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr hefur undanfarna daga farið mikinn á Twitter og boðað nýtt stjórnmálaafl. Ekki er ólíklegt að hann sé að hluta til að sprella en í ljósi kosningasigurs Besta flokksins ætti enginn þó að afskrifa hann sem stjórnmálamann. Jón nefnir þetta afl Síðasti séns flokkurinn.

Um helgina skrifaði Jón sitt fyrsta tíst um mögulegan flokk og fékk það gífurlega góðar undirtektir. „Væri gaman að stofna umhverfisverndarflokk, sem lýsir yfir neyðarástandi og hefur bara ömurlega hluti á stefnuskrá sinni; banna krússkip, leggja niður innanlandsflug, fækka rollum og beljum og banna jarðefnaeldsneyti og allskonar. Ætli einhver myndi kjósa það?,“ skrifaði Jón þá.

Í gær fór þessi hugmynd þó á flug og skrifaði hann tíst um málið á bæði ensku og íslensku. „Ég vil stofna umhverfisverndarflokk sem vill bara gera skelfilega hluti sem enginn annars flokkur vill gera. Við viljum banna næstum allt. Ólíkt öðrum flokkum þá ætlar Síðasti séns flokkurinn að vinna skref fyrir skref gegn efnahagnum. Það skiptir engu máli hvað þig langar að gera. Síðasti séns flokkurinn hyggst banna það og stöðva þig í að gera það. Kjóstu okkur og við lofum að rústa deginum þínum,“ skrifar Jón á ensku.

Sem dæmi um stefnumál nefnir Jón eftirfarandi: „Fyrsta verk umhverfisverndarflokksins míns yrði að banna flugelda og áramótabrennur. Fólk er örugglega rosalega spennt fyrir því! Eitt af verkum flokksins míns yrði að stöðva þá hallærislegu niðurgreiðslu á sorpi sem fram fer hér á landi. Það myndi þýða að fólk yrði sjálft að drösla sínum tunnum útað götu. Örugglega mikil stemning fyrir því hjá almenningi,“ skrifar Jón.

Að lokum lofar Jón því að hann muni mæta á þing í dragi til að tákna að það sem við þurfum að ganga í gegnum um verður erfitt og furðulegt en nauðsynlegt og gæti jafnvel orðið skemmtileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Í gær

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld