fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Hanna Guðrún þjáðist af áráttu- og þráhyggjuröskun: „Á end­an­um var ég hætt að geta farið út úr húsi“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 3. nóvember 2019 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Guðrún Halldórsdóttir skrifaði pistil í Morgunblað helgarinnar sem fjallar um baráttu hennar við áráttu- og þráhyggjuröskun eða OCD. Hún segir þennan alvarlega og hamlandi geðsjúkdóm oft notaðan í gamni yfir það að vera skipulagður og hreinlegur.

„Á há­skóla­ár­un­um sagði ég her­berg­is­fé­laga mín­um á heima­vist­inni frá því að ég þjáðist af áráttu- og þrá­hyggjurösk­un (OCD). Hún skelli­hló því hún hélt að þetta væri brand­ari. Þegar ég full­vissaði hana um að svo væri ekki, var hún al­veg viss um að ég hefði verið al­var­lega mis­greind. Ég væri „minnst OCD-mann­eskja sem hún þekkti“. Hefði ég séð her­bergið mitt? Það væri al­gjör rúst.“

Hanna segir þetta hafa verið rétt hjá herbergisfélaga sínum, herbergið hennar var í rúst. Hún segist hafa þann hæfileika að geta ruslað til og búið til algjöra óreiðu á mettíma. „Ég er mjög óskipu­lögð, týni öllu, gleymi öllu og er alltaf sein. Ég er held­ur alls ekki sýkla­hrædd. Ég hlamma mér niður á all­ar kló­sett­set­ur, tek í hend­ur, knúsa ókunn­uga, borða upp úr jörðinni, deili rör­um með öðrum og myndi al­gjör­lega lána vin­um mín­um tann­burst­ann minn,“ segir Hanna en allgengur misskilningur er að áráttu- og þráhyggjuröskun komi í veg fyrir allt þetta.

„Ég skil að há­skóla­vin­kona mín hafi haldið að ég væri mis­greind því ég er al­gjör­lega and­stæðan við það sem flest­ir ímynda sér þegar þeir heyra talað um OCD. Fólk tal­ar um að vera svo OCD með hlut­ina þegar það er að lýsa því að vilja hafa þá akkúrat, eða kannski vera með ein­hvers­kon­ar krútt­lega sér­visku yfir þeim. Að vera OCD er orðið að sam­heiti yfir að vera með gott skipu­lag á öllu, vera of­ur­hrein­leg­ur, og með allt í röð og reglu.“

Hún segir það ekkert skrýtið að fólk sjái áráttu- og þráhyggjuröskunina sem einskonar náðargáfu og oft óski fólk henni til hamingju fyrir að vera með röskunina

„Það get­ur því verið erfitt að skilja hvernig ég endaði inni á geðdeild út af OCD. „Bíddu endaðirðu inni á geðdeild því þú ert svo hrein­leg og skipu­lögð?““

„Ég var bara barn“

Hanna segir það að þjást af áráttu- og þráhyggjuröskun sé eins og að vera með bilaðan reykskynjara inni í heilanum sem enginn nema þú heyrir í. Hún þróaði með sér ofsahræðslu um að fólk eða dýr verði fyrir skaða og röskunin sannfærði hana um að það yrði henni að kenna.

„Þú ert enda­laust að sjá neyðarástand og hætt­ur sem eng­inn ann­ar sér. Síðan ég man eft­ir mér hef ég alltaf verið að sjá aðstæður þar sem fólk eða dýr geta orðið fyr­ir skaða eða dáið, sem eng­inn ann­ar tek­ur eft­ir eða hef­ur nokkr­ar áhyggj­ur af. Ég skildi ekki af hverju ég var alltaf að hugsa um svona hryll­ing, og þá sann­færði OCDið mig um að það hlyti að vera út af því að mig langaði að þeir gerðust. Út frá því byrjaði þessi of­ur­hræðsla um að ég myndi valda öðrum skaða. Nú veit ég að þetta eru al­veg ótrú­lega all­geng­ar hugs­an­ir hjá fólki með OCD, en ég var bara barn sem vissi ekki neitt og hélt að ég væri al­gjört skrímsli.

Hún segist hafa stundað alls kyns áráttuhegðun til að vernda fólk frá þessum hættum sem hún sá alls staðar. Þetta gerði hún til að losna við þann mikla kvíða sem fylgdu hugsununum hennar. „Ég var alltaf að passa upp á að allt væri ör­uggt, fór yfir hlut­ina enda­laust í hug­an­um til að reyna að öðlast full­vissu um að ég hefði ekki gert eitt­hvað rangt, fór í sturtu til að þvo í burtu vonda orku, fór með bæn­ir og forðaðist aðstæður sem gætu vakið slæm­ar hugs­an­ir.“

„Þegar ég var upp á mitt versta eyddi ég öll­um sól­ar­hringn­um í að tína upp og fjar­lægja hluti sem gætu verið hættu­leg­ir því mér leið eins og ég ein væri ábyrg fyr­ir því að vernda all­ar líf­ver­ur fyr­ir öll­um skaða sem þær gætu mögu­lega orðið fyr­ir. Í fyrstu voru þetta hlut­ir eins og gler­brot en svo var þetta komið út í að tína upp hvert ein­asta hefti, trjá­grein, blaðsnifsi og jafn­vel kusk.“

Hanna segir þetta ekki bara hafa snúist um að fjarlægja hættur helldur líka það sem vakti hugsanir um hræðilega atburði. „Maður týn­ist svo ótrú­lega fljótt í OCD og árátt­an verður alltaf lang­sótt­ari,“ segir hún í pistlinum en í lokin var ástandið orðið mjög slæmt.

„Á end­an­um var ég hætt að geta farið út úr húsi. Ég þorði ég ekki einu sinni að opna aug­un því ég sá svo mikið af hætt­um og „trigger­um“ alls staðar. Ef ég neydd­ist til að fara á milli staða lokaði ég aug­un­um og bað fólk að leiða mig í rétta átt. Ég var al­gjör­lega búin að missa tök­in. Ég var tékkuð inn á geðdeild og við tók margra mánaða meðferð og end­ur­hæf­ing.“

„Meðferðin hef­ur reynt mikið á og verið al­gjört hel­víti stund­um“

Hanna segir að síðan hún fór í meðferð og endurhæfingu hafi hún þurft að gefa upp ofurábyrgðina og þurft að læra að lifa með óvissinni. Hún segir það hafa verið erfittt að leyfa sér að verða betri því henni líður eins og hún sé sjálfselsk, kærulaus og oft hreinllega hættulegri þegar hún berst gegn röskuninni.

„Þar sem þrá­hyggj­urn­ar snú­ast oft um að eitt­hvað al­gjör­lega hrylli­legt ger­ist nema að maður fram­kvæmi það sem lýs­ir áráttu, líður manni eins og al­gjöru ill­menni ef maður fram­kvæm­ir það ekki. OCD er mest sann­fær­andi afl sem ég hef kynnst og ótrú­lega snjallt. Enn í dag þarf ég að vera mjög meðvituð um hugs­ana­ferlið mitt svo ég sog­ist ekki inn í hvirfil­byl­inn.

Meðferðin hef­ur reynt mikið á og verið al­gjört hel­víti stund­um, en verðlaun mín fyr­ir að ganga í gegn­um hana eru þau að ég end­ur­heimti líf mitt. Ég var í fang­elsi OCD og með því að losna úr prísund­inni hef ég fengið frelsi til þess að lifa líf­inu á mín­um eig­in for­send­um. Ég get nú sett svip minn á heim­inn og von­andi betrað hann með veru minni í hon­um. Það sem fólk sagði við mig þegar ég var al­veg að gef­ast upp á meðferðinni er svo satt: „Ég get ekki sagt þér að þetta verði auðvelt en ég get sagt þér að þetta verður þess virði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Sérfræðingurinn í heimsókn

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Sérfræðingurinn í heimsókn
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.