Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur og stjórnandi Facebook-síðunnar Stjórnmálaspjallið, segir að gyðingahatur kraumi á Íslandi. Þetta sagði hún í færslu á Stjórnmálaspjallinu í dag en með færslunni lét hún fylgja nokkur skjáskot af ummælum, máli sínu til stuðnings.
„Gyðingaandúð kraumar á íslandi eins og í Þýskalandi en hvers vegna ætli haturslöggan hafi aldrei séð ástæðu til að bregðast við því hér á landi? Hér má sjá nýleg skjáskot af gyðingahatri og þeir sem stunda virðast margir hverjir vera stoltir af þessu hatri gegn heilum þjóðflokki þrátt fyrir að það sé bannað samkvæmt lögum, helförin hefur greinilega ekki kennt þessu fólki mikið og er virkilega dapurlegt að lesa sum af þessum kommentum.“