fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Ragnar hótar þeim sem slúðra um hann – Bjó til lista meðan Fanney var á dánarbeðinum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. október 2019 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Snær Njálsson, ekkill Fanneyjar Eiríksdóttur, er harðorður í viðtali við Vísi. Ragnar fullyrðir að margar gróusögur hafi farið á flakk um þau hjónin, en Fanney lést í sumar úr leghálskrabbameini og var mikið fjallað um hetjulega baráttu hennar við meinið.

Ragnar fullyrðir að þau hafi skrifað niður allar þessar slúðursögur meðan Fanney var á dánarbeðinu. Ragnar nefndi eitt dæmi um téðar slúðursögur í röð færslna í story á Instagram fyrr á þessu ári. Sú saga snerist um að styrkir sem þau hafi safnaði hafi ekki farið á réttan stað.

Sjá einnig: Ragnar Snær og Fanney blása á kjaftasögurnar – „Ég skil ekki hvernig fólk hefur í hjarta sér að gera svona“

Ragnar segir í viðtali við Vísi að meðan Fanney var á líknadeild hafi þeim borist fleiri slúðursögur. „Svo heldur bullið áfram að þrífast og bætir ofan á sig einhverri algjörri þvælu. Auðvitað barst þetta á endanum til okkar. Ég sit við rúmstokkinn hennar á líknadeild og við erum að fá þetta beint til okkar frá aðilum í okkar nánasta hring. Hvað þessi sagði, hvað þessi sagði, hvað þessi sagði og svo framvegis. Aðilar sem við treystum sem voru annað hvort að búa eitthvað til, til þess að fá smá athygli eða bera eitthvað áfram sem einhver annar sagði. Eða bara sitja hjá og segja ekki neitt,“ segir Ragnar.

Hann segist ætla að draga fólk til ábyrgðar ef slúðursögunum linni ekki. „Ég ætti ekki að eyða miklum tíma í að tala um þessa hluti en það er samt mikilvægt að halda til haga að orð og gjörðir hafa afleiðingar. Ég hef hingað til verið hljóður en við skulum hafa það alveg á hreinu að ef einhver vogar sér að halda áfram með einhverja svona þvælu þá neyðist ég til að draga viðkomandi aðila fram og aftur í drullusvaðinu. Með staðreyndirnar, sannleikann og alla vitneskjuna hundrað prósent mín megin. Það yrði ekki gert af einhverri hefndargirnd, þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að rétt skal vera rétt,“ segir Ragnar.

Hann segir að þau hafi varið síðustu augnablikum ævi Fanneyjar í að skrifa niður þessar sögur og frá hverjum þær væru. Hann segist geyma þær allar í hefti. „Þetta hafði afskaplega slæm áhrif á okkur á langerfiðasta tímanum í ferlinu. Ég ætla sannarlega að vona það að viðkomandi aðilar geti núna litið í spegil, horft á sjálfan sig og hugsað að frá og með deginum í dag ætla ég að gera betur. Þetta er svo sannarlega ekki framkoma sem ég myndi óska mínum versta óvini,“ segir Ragnar.

Vísir greinir frá því að hann hafi mætt í viðtalið með 160 þéttskrifaðar blaðsíður. „Á ákveðnum tímapunkti í ferlinu var mér og Fanneyju algjörlega ofboðið. Ekki misskilja mig. Þetta var nánast allt ást og ég man ekki eftir einu neikvæðu skilaboði enda myndi enginn þora eða vilja segja eitthvað svona við mig eða okkur. Þetta snýst bara um að hafa eitthvað til að snakka á í saumaklúbbnum. En á þessum tímapunkti ofbýður okkur og við byrjum að skrifa niður allt og sitja yfir þessu síðustu mánuðina og síðustu vikurnar sem Fanney á eftir ólifað og á þeim tímapunkti áttuðum við okkur engan veginn á því að það færi þannig,“ segir hann.

Viðtalið má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru