fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Martröð í jarðarför á Norðurlandi – Þurftu að jarða föður sinn sjálf: „Þetta er ekki boðlegt fyrir syrgjendur“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 31. október 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ennþá í hálfgerðum doða eða sjokk fasa. Þannig að kannski er þetta ekki að valda mér jafn miklu persónulegum hugarangri og öðrum. Ég er eiginlega meira reiður fyrir hönd fjölskyldu og vina,“ segir Helgi Laxdal í viðtali við Hringbraut.

Þar er greint frá raunum Helga og fjölskyldu hans en faðir Helga var jarðaður fyrir stuttu. Aðstandendur eru sárir, svekktir og reiðir eftir framkomu og afskiptaleysi þeirra sem komu að jarðarförinni.

Í frétt Hringbrautar kemur fram að aðdragandann megi rekja til þess að athöfn föður Helga fór fram í Svalbarðskirkju í heimasveit feðganna. Jarðsetningin sjálf fór hins vegar fram frá Laufáskirkju í Grýtubakkahreppi, heimasveit móður Helga.

Fyrir útförina hafði Helgi haft samband við Önnu Maríu Snorradóttur, meðhjálpara Svalbarðskirkju. Hún sagði við Helga að hún myndi ekki vera viðstödd útförina sjálfa en hún lofaði honum að hún myndi sjá til þess að allt yrði klárt við komu þeirra í kirkjuna.

Þegar Helgi mætti upp í Svalbarðskirkju var kirkjan hins vegar ekki opin. Það var enginn til staðar til að taka á móti aðstandendunum og kirkjuklukkunum var ekki hringt. „Við urðum að hringja í eiginmann meðhjálparans til að koma og opna húsið,“ sagði Helgi.

Þegar kistunni hafði verið komið fyrir á réttum stað var ekkert að gera nema að bíða til morguns en þá fór athöfnin fram. Enn var ekki búið að ná í mold út í kirkjugarðinn svo einn aðstandendanna þurfti að gera sér ferð þangað sjálfur til að ná í moldina. En það versta var ekki búið. Þannig var ekki búið að flagga í hálfa stöng eins og beðið var um, hliðið af þjóðveginum inn á lóðina var lokað og enginn var á staðnum. Búið var að gera gröfina en stór grafa stóð enn við gröfina. Kirkjan var lokuð og læst, og allt sem þurfti fyrir jarðarförina var geymt inni í læstri kirkjunni.

Helgi kveðst mjög ósáttur vegna málsins. „Þetta er ekki boðlegt fyrir syrgjendur, sama hvernig á þetta er litið.“

Ítarlega frétt um málið má lesa á vef Hringbrautar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“