fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Skatturinn skoðar íslenska áhrifavalda

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. október 2019 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisskattstjóri hefur sent áhrifavöldum og fyrirtækjum sem stunda viðskipti við þá bréf þess efnis að skattskil áhrifavalda hafi verið tekin til sérstakrar skoðunar. Viðskiptablaðið greinir frá þessu í dag.

Þar segir að bréfið sé sent vegna tekjuársins 2018 en ekki liggur fyrir hversu stór hópur er tekinn til skoðunar.

„Það hefur ekkert komið til okkar. Ef svör einstaklinga við fyrirspurnum RSK eru á þann veg að grunur vakni um refsiverð brot er metið hvort mál séu send til okkar. Sé það niðurstaðan tökum við við þeim og hefjum rannsókn sem felur í sér umfangsmeiri meðferð. Vaninn er að í slíkum rannsóknum séu fleiri gjaldár tekin til skoðunar,“ hefur Viðskiptablaðið eftir Bryndís Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra.

Í fréttinni er minnt á að ríkisskattstjóri hafi í byrjun árs sent frá sér leiðbeiningar vegna skattskila áhrifavalda. Þar kom meðal annars fram að þeim bæri að skila upplýsingum um greiðslur til þeirra í janúar ár hvert. Allar tekjur væru skattskyldar, peningagreiðslur eða greiðslur í öðru formi, til dæmis með vörum.

DV fjallaði ítarlega um áhrifavalda fyrr á þessu ári og þá sérstaklega í sambandi við dular auglýsingar. Þar kom fram að Neytendastofa hefði eftirlit með dulum auglýsingum á samfélagsmiðlum og taki við ábendingum frá almenningi.

„Við fáum mjög mikið af ábendingum um duldar auglýsingar. Þær koma í skorpum og oft er það tengt einhverjum umfjöllunum í fjölmiðlum, en það kemur svo til að meðaltali ábending á hverjum degi,“ sagði Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu, aðspurð um þann fjölda ábendinga um duldar auglýsingar sem Neytendastofu berast alla jafna. Hún sagði að Neytendastofa þyrfti að hafa meiri mannskap til að anna öllum ábendingum og að flestar þeirra tengist áhrifavöldunum með flestu fylgjendurna. „Eðli málsins samkvæmt þá koma flestar ábendingar varðandi þá áhrifavalda sem hafa flesta fylgjendur og eru mest áberandi.“

Í frétt Viðskiptablaðsins eru rifjaðar upp tölur úr tekjublaði Frjálsrar verslunar þar sem tekjur 25 áhrifavalda voru birtar. Tekjurnar voru á bilinu 93 þúsund til 1,5 milljónir en miðgildið var tæplega 330 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“