fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar sagður vera í sambandi við nýdæmdan barnaníðing – „Skólasamfélagið hérna logar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. nóvember 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er manneskja í ábyrgðarstöðu og fjallar um málefni barna. Ef það kemur upp mál hjá mér sem varðar grunsemdir um að misnotkun sé í gangi og mig vantar upplýsingar eða ráðleggingar get ég þá leitað til hennar? Hvernig get ég treyst hennar dómgreind í slíkum málum? Þetta er ekki traustvekjandi,“ segir kona sem starfar hjá leikskóla í Reykjanesbæ.

Leikskólafulltrúi, en sá aðili er yfir öllu leikskólastarfi í sveitarfélaginu, hefur undanfarið verið sögð í sambandi við mann sem fékk í sumar tveggja og hálfs árs dóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni.

DV hefur rætt við tvo leikskólastarfsmenn í Reykjanesbæ vegna málsins. Þær eru báðar konur en verða ekki auðkenndar að öðru leyti hér. „Þetta er svo lítið samfélag og mér yrði ekki vært ef ég stigi fram undir nafni,“ segir önnur þeirra.

Málið gegn manninum var dómtekið 22. maí á þessu ári en háttsemin átti sér stað í desember 2017. Manninum er gefið að sök að hafa „nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað hennar til hans sem fyrrum stjúpföður, en ákærði klóraði og/eða strauk henni á baki og bringu innanklæða, á innanverðum lærum og aftanverðum lærum allt niður á kálfa utanklæða, fór með hendi undir buxur hennar og klóraði og/eða strauk rass hennar og setti fingur inn í endaþarm hennar, þannig að fingur hans og nærbuxur hennar fóru inn í endaþarminn og strauk með fingri yfir endaþarm hennar, kyssti hana blautum kossum á enni, kinn og á læri, og lá síðan þétt upp að henni svo hún fann fyrir kynfærum hans við rassinn,“ eins og segir í dómsorði Héraðsdóms Reykjaness.

Maðurinn var fundinn sekur um þessa háttsemi og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Hann var dæmdur til að greiða stjúpdóttur sinni 1.800.000 krónur í miskabætur.

Maðurinn hefur starfað sem fræðslustjóri Reykjanesbæjar en er hann var dæmdur fyrir þetta brot starfaði hann á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Um tíma starfaði hann sem sálfræðingur í sveitarfélaginu var hann þá kærður til lögreglu fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng. Sú kæra leiddi ekki til ákæru. Málið var síðan tekið upp aftur vegna nýrra sönnunargagna, til dæmis vitnisburða vitna, og er nú í ákærumeðferð hjá héraðssaksóknara.

„Skólasamfélagið hérna logar“

Ekki er vitað á þessari stundu hvort maðurinn hefur hafið afplánun en hann mun hafa áfrýjað málinu til Landsréttar. Sambandið er sagt vera náið og vera á allra vörum sem starfa við leikskóla og jafnvel grunnskóla í Reykjanesbæ.

„Þetta er ekki bara umtalað hjá leikskólastarfsfólki heldur líka hjá grunnskólakennurum. Skólasamfélagið hérna logar út af þessu,“ segir önnur konan sem ræddi við DV um málið. Hún segir jafnframt: „Þetta er afskaplega óheppileg staða. Hvernig myndi hún bregðast við ef það kæmi inn á borð til okkar mál sambærilegt við hans mál? Maður að brjóta á barni. Er henni treystandi til að taka málstað barnsins þegar hún hefur opinberlega tekið málstað gerandans?“ Að sögn þessarar konu trúir leikskólafulltrúinn á sakleysi mannsins þrátt fyrir dóm héraðsdóms.

„Minni réttlætiskennd og siðferðiskennd er misboðið,“ segir konan jafnframt.

„Það má kannski segja að þetta sé löglegt en þetta er gjörsamlega siðlaust,“ segir hin konan sem ræddi við DV vegna málsins. „Það sem angrar mig mest er að þessi kona skuli ekki draga sig úr þessari vinnu ef hún ætlar að halda við þennan mann, því í þessari stöðu finnst mér hún ótrúverðug. Mér finnst þetta vera dómgreindarleysi. Mér finnst líka að fólk í kerfinu hér þurfi að vakna til vitundar um þetta. Sættið þið ykkur við þetta eða hvað ætlið þið að gera? Ég vil þessum tveimur manneskjum ekkert illt en þetta jaðrar við siðblindu.“

Fyrirspurnum ekki svarað

Leikskólafulltrúi heyrir undir Fræðsluráð Reykjanesbæjar og sendi DV ráðinu fyrirspurn vegna málsins. Var beðið um almenn svör við því hvort einhverjar reglur giltu um einkalíf starfsmanna sem gætu átt við um þær aðstæður sem hér hafa skapast. Hvort til séu reglur sem mæla gegn nánum kynnum við aðila sem brotið hafa gegn barni.

DV sendi einnig tölvupóst á leikskólafulltrúann. Var hún beðin um að bregðast við því áliti starfsmannanna að hún væri vanhæf til að meta aðstæður þar sem grunur léki á kynferðislegri misnotkun gegn börnum vegna kynna sinna við hinn dæmda.

Hvorugum tölvupóstinum hafði verið svarað er DV fór í prentun. DV reyndi einnig margsinnis að hringja í leikskólafulltrúann en ekki ekki var svarað og hún hringdi ekki til baka. Ef svör við fyrirspurnunum berast síðar verða þeim gerð skil í frétt á dv.is. Jafnframt reyndi DV að hafa samband við formann fræðsluráðs Reykjanesbæjar en ekki var svarað í síma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann