Pétur Árni Jónsson, framkvæmdastjóri Heildar fasteignafélags
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Pétur Árni Jónsson, framkvæmdastjóri Heildar fasteignafélags
1.113.985 kr. á mánuði
Pétur Árni Jónsson lét af starfi útgefanda Viðskiptablaðsins og Fiskifrétta í byrjun síðasta árs. Hann á eftir sem áður 67 prósenta hlut í útgáfufélagi blaðanna. Þess ber að geta að félagið hefur skilað hagnaði á hverju einasta ári síðan 2010 sem er nánast einsdæmi í íslenskri fjölmiðlasögu. Pétur Árni starfar nú sem framkvæmdastjóri Heildar fasteignafélags, sem rekið er af Gamma. Pétur Árni skrifaði fyrir hönd Heildar undir samning við Reykjavíkurborg á dögunum um uppbyggingu á Ártúnshöfða. Þar er ráðgert að byggja 3.000– .000 nýjar íbúðir á næstu árum.