fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Málfríður lenti í læknamistökum á Akureyri – „45 ára gömul kona með bleiu”

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 29. október 2019 10:34

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er með áfallastreitu og líður illa ef ég kem nálægt þessum stað. Ég er mjög ósátt við vinnubrögðin og varð fyrir ofboðslegum vonbrigðum með stjórnendur SAK og að þetta sé gæðavottað sjúkrahús. Síðasta ár hjá mér fór í verki og mikla vanlíðan,” segir Málfríður Stefanía Þórðardóttir en hún varð fyrir læknamistökum á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Málfríður er ljósmóðir og fyrrverandi starfsmaður sjúkrahússins.

Þetta kemur fram á vef RÚV en fjallað verður um málið í þættinum Kveiki í kvöld.

Hún leitaði til læknis vegna kvilla sem hafði hrjáð hana lengi. Í aðgerðinni varð hún fyrir áfalli og í dag er hún 100% öryrki. Málfríður segir að útlit sé fyrir að skorið hafi verið á vöðva í aðgerðinni og hún þannig orðið fyrir skaða. Hún varð líka fyrir miklu andlegu áfalli í aðgerðinni vegna þess að nemi fékk að vera viðstaddur hana án hennar leyfis. Þá var henni ekki kynnt hvernig aðgerðin yrði framkvæmd.

„Ég held ég verði bara að segja það upphátt: Ég var bara með hægðaleka. Ég þurfti að ganga með bleiu á þessu tímabili, 45 ára gömul kona með bleiu.”

Málfríður gagnrýnir að fólk á landsbyggðinni hafi ekki aðgang einhvers konar umboðsmanni sjúklinga til að aðstoða fólk þegar það telur að mistök hafi orðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“