

Manchester United ætlar sér að gera allt ti þess að fá Jadon Sancho, kantmann Dortmund til félagsins.
Þessi enski landsliðsmaður vill snúa aftur til Englands en Liverpool og fleiri lið hafa áhuga.
Sagt er að United sé tilbúið að borga 100 milljónir punda, sem er sá verðmiði sem Dortmund setur á hann.
Ekki er útilokað að lið reyni að kaupa Sancho í janúar og United yrði þá þar á meðal.
Sancho er 19 ára kantmaður sem kom til Dortmund frá Manchester City, árið 2017. Fyrir 8 milljónir punda.
Dortmund mun því hagnast verulega en Sancho er með 190 þúsund pund á viku hjá Dortmund.