fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Sigurjón flutti til Spánar: Þriggja herbergja íbúð á 73 þúsund krónur – „Hér er mjög gott að vera“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. október 2019 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað veldur að fólk vill verja vetrinum fjarri Íslandi, og á helst á Spáni? Tvennt ræður mestu, veðrið og verðið. Best að leggja út frá þessu.“

Þetta segir Sigurjón M. Egilsson, fjölmiðlamaður og ritstjóri Miðjunnar, sem hefur vetursetu í Campoamor á Spáni. Sigurjón tók Norrænu til Danmerkur fyrr í þessum mánuði ásamt eiginkonu sinni og óku þau svo sem leið lá suður til Spánar. Nú hafa hjónin verið á Spáni í rúma viku og kunna vel við sig eins og Sigurjón lýsir í færslu sem birtist á vef Miðjunnar í gær. Þar fer Sigurjón yfir kosti þess að búa á Spáni.

„Veðrið hér á Spáni opnar ótal möguleika til þægilegrar útiveru. Okkar útivera er golf. Golfið er dýrast af öllu. Við borgum um nærri 30.000 á mánuði hvort í þá sex mánuði sem við hyggjumst vera hér,“ segir Sigurjón sem bætir við að eiginkona hans, Kristborg, sé sjúk í golf og hann fylgi eftir. Bendir hann á að hver hringur kosti þau um 1.100 krónur, hvort um sig, og það sé ekki mjög dýrt ef mikið er spilað.

„Við leigjum nýlega og fína þriggja herbergja íbúð í nýlegri blokk á 550 evrur á mánuði. Borguðum að mestu þegar við pöntuðum. Þá var krónan öflugri en hún er í dag. Húsaleigan kostar okkar rétt um 73.000 á mánuði,“ segir hann og nefnir svo fleiri dæmi um hagstætt verðlag.

„Hefðbundið „myllubrauð“ kostar hér 85 krónur og fyrir þau sem drekka kostar vodkaflaska 885 krónur. Þvottur í bílaþvottastöð kostar um 700 krónur. Fleiri dæmi nefni ég síðar,“ segir hann. Hann bendir þó á að allt neysluvatn kaupi þau sjálf og kostar átta lítra tankur um 110 krónur.

Þau hjónin eru með aðgang að kaldri sundlaug sem er í garðinum. Sigurjón segir það litlu skipta þó hún sé ekki upphituð enda var Sigurjón það lengi á sjónum að kalt vatn stöðvar hann ekki. „Stuttur sundsprettur og afslöppun á bakkanum er fínt. Minnir á kalda pottinn í lauginni heima. Lagar margt að úr úr hita í kulda og svo áfram og áfram.“Sigurjón segir að þau hafi ekki þurft að leita eftir læknisaðstoð á Spáni en apótekin séu fín.

„Helsti kosturinn við að vera hér í hitanum er samt sá, að bilaðir og slitnir skrokkar eru bara allt aðrir og betri í hitanum. Allt þetta, og hvert og eitt, segir að hér sé mjög gott að vera. Einkum yfir veturinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita