

Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar tilkynnt var um eldsneytislitla vél Icelandair sem væri við það að lenda á flugvellinum. Hættustigi var lýsti yfir en það var afturkallað eftir að vélinni var lent klukkan hálf sjö í morgun.
Í frétt RÚV kemur fram að tveir bílar Brunavarna Suðurnesja hafi verið sendir á vettvang og boð send út til fleiri viðbragðsaðila.
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir við RÚV að sjúkraflugvél hafi lent á Keflavíkurflugvelli klukkan sex í morgun. Hún lenti hins vegar úti í kanti þegar verið var að aka henni inn á akstursleiðina við enda flugbrautarinnar, en á sama tíma voru þrjár farþegaflugvélar Icelandair á leið frá Bandaríkjunum á leið til Keflavíkur. Þeim var bent til Akureyrar á meðan en ein þeirra átti ekki nóg eldsneyti til að fljúga til Akureyrar.