fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Pressan

Segir Tesluna vera dauðagildru: Svæfingarlæknir komst ekki út úr bílnum og brann inni

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 25. október 2019 19:00

Það er eins gott að muna að hlaða rafmagnsbíla reglulega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur Omar Awan, 48 ára svæfingarlæknis í Flórída í Bandaríkjunum, hafa stefnt bílaframleiðendanum Tesla vegna dauða Omars í febrúar síðastliðnum.

Omar missti stjórn á bíl sínum, Tesla Model S, þann 24. febrúar síðastliðinn með þeim afleiðingum að hún endaði utan vegar. Omar slasaðist ekki alvarlega í árekstrinum; hann var með meðvitund, óbrotinn og ekki með innvortis meiðsli.

Eftir óhappið kom upp eldur í rafhlöðu bílsins en Omar gat sig hvergi hreyft. Dyrnar voru harðlæstar og þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang gátu þeir ekki heldur komist inn í bílinn. Omar var löngu látinn þegar viðbragðsaðilum tókst að ná honum úr bílnum og var líkið raunar svo illa brennt að erfitt reyndist að bera kennsl á það.

Í stefnunni segir að Omar hafi dáið í „dauðagildru“ þegar eldurinn kom upp. Galli virðist hafa gert það að verkum að ekki reyndist unnt að opna bílinn eftir óhappið með fyrrgreindum afleiðingum.

Stuart Grossman, lögmaður fjölskyldunnar, segir við Newsweek að það sem geri málið sérstaklega sorglegt er sú staðreynd að Omar hafi valið Tesluna því hún taldi hana öruggari kost en aðrir lúxusbílar í svipuðum verðflokki, til dæmis Merdedez Bens.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndileg blinda á öðru auganu kom upp um leyndan sjúkdóm

Skyndileg blinda á öðru auganu kom upp um leyndan sjúkdóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær