

Tveir erlendir karlmenn hafa að undanförnu gengið í hús í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum og boðið fram vinnu við að steypa bílaplön og fleira. Í skeyti sem lögreglan á Suðurnesjan sendi frá sér kemur fram að allmargar tilkynningar hafi borist lögreglu vegna þessa.
„Lögreglumenn höfðu uppi á mönnunum og ræddu við þá. Þeim var meðal annars gerð grein fyrir því að þeir mættu ekki starfa hér á landi nema þeir væru með tilskilin leyfi til þess,“ segir lögregla í tilkynningu.