fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Guðbjörg ósátt: „Það er kjaftæði að fáir hafi áhuga á kvennaknattspyrnu“

„Við erum að gera nákvæmlega sama hlut en fáum kannski eitt prósent af því sem þeir fengu í bónusa“

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 21. júní 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska A-landsliðsins í fótbolta, segir að enn sé töluverð karlremba viðloðandi knattspyrnuíþróttina. Ein birtingarmynd þess sé munurinn á þeim bónusum sem karlaliðum og svo kvennaliðum stendur til boða.

Guðbjörg var í viðtali í síðasta helgarblaði DV og þar kom margt athyglisvert fram. Íslenska liðið undirbýr sig nú fyrir lokamót EM sem fram fer í Hollandi í júlí. Hér að neðan birtist brot úr viðtalinu en þar tjáir Guðbjörg sig meðal annars opinskátt um muninn á karla- og kvennaknattspyrnunni.


Ýmislegt hefur breyst síðan Guðbjörg tók þátt á sínu fyrsta stórmóti. Þá sérstaklega með tilkomu samfélagsmiðla. „Ég veit alveg hvenær ég á skilið að fá drullu. Það fylgir því að vera atvinnumaður en á sama tíma tekur það á taugarnar að kíkja á Twitter eftir tapleik,“ segir Guðbjörg og bendir á að samfélagsmiðlar hafi breytt ýmsu þegar kemur að því að gera upp frammistöðu liðs og leikmanna á vellinum. Hún reynir að halda sig frá símanum á leikdegi, en forvitnin eftir leik verður oft æði sterk. Þá sé mikilvægt að brynja sig gegn mótlætinu og taka gagnrýnina ekki of mikið inn á sig, því það sé alveg jafn mikilvægt að vera vel stemmdur andlega eins og líkamlega fyrir leiki.

Þá viðurkennir Guðbjörg fúslega að enn sé töluverð karlremba viðloðandi knattspyrnuíþróttina. Það eigi þó ekki við um Íslendinga sem séu mjög framarlega í kvennaboltanum miðað við margar þjóðir. „Strákarnir fengu sjúklega bónusa frá UEFA í fyrra. Ég skil mjög vel að þeir hafi fengið góða summu í vasann þar sem þeir stóðu sig stórkostlega. En að sama skapi er ég sár fyrir hönd kvenna í fótbolta. Við erum að gera nákvæmlega sama hlut en fáum kannski eitt prósent af því sem þeir fengu í bónusa. Það er þó ekki KSÍ að kenna. Þeir styðja ótrúlega vel við bakið á okkur og eiga hrós skilið. Þessir peningar komu frá UEFA. Það eru þeir sem þurfa að taka sig á.“

Guðbjörg segir það að sama skapi algjört bull að kvennaboltinn sé ekki vinsæll eins og karlaboltinn. Að minnsta kosti er það ekki í svo í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún spilar. „Það er hægt að fylgjast með öllum leikjum í úrvalsdeildinni í rauntíma á netinu. Mjög oft eru gerðar mælingar á því hversu margir fylgjast með leikjunum. Tölurnar eru miklu hærri en styrktaraðilar og aðrir sem eiga það til að gagnrýna gera sér grein fyrir. Þannig að það er kjaftæði að fáir hafi áhuga á kvennaknattspyrnu. Þess vegna ætti að gera henni töluvert betri skil.“

Guðbjörg telur að á komandi árum muni gríðarlega mörg kvennalið í fótbolta blómstra. „Við Íslendingar þurfum að halda okkur á tánum þar sem Evrópuþjóðirnar, sem voru bara miðlungs keppinautar fyrir nokkrum árum, eru orðnar miklu betri. Við Íslendingar vorum snemma með gott lið miðað við margar þjóðir. Ég held að það sé vegna þess að á Íslandi er meira jafnrétti en þekkist annars staðar. En núna eru mörg landslið komin vel af stað og gætu verið að komast fram úr okkur. Við þurfum að íhuga vandlega hvernig við ætlum að spila úr þessu ef við ætlum áfram að vera ofarlega á heimslista FIFA.“ Þegar þetta er skrifað er Ísland með 18. besta kvennalandslið í heimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun