fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Laddi var við dauðans dyr: „Ég horfði ofan í gljúfrið“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. október 2019 15:32

Laddi lifir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn ástsæli Laddi greinir frá því í viðtali við Fréttablaðið að hann hafi eitt sinn verið við dauðans dyr. Viðtalið fjallar um nýja gamanþætti með Ladda í aðalhlutverki, en söguhetjan stendur andspænis dauðanum.

Laddi segist hafa lent í atviki þar sem hann horfði framan í dauðann. „Ég hef verið ansi nálægt því að deyja. Það var fyrir löngu að ég var á ferðalagi á Austfjörðum. Með hinni víðfrægu hljómsveit sem kallaðist Faxar. Við vorum á heimleið til Reykjavíkur og það var gítarleikarinn í sveitinni sem sat undir stýri. Hann hægði aldrei á sér í beygjum og ég var alltaf að rífast í honum. Hægðu á þér maður!,“ lýsir Laddi.

Hann hlustaði ekki á hann og endaði það næstum illa. „Það kom að því að hann náði ekki einni beygjunni og skrikaði áfram að gljúfri. Þar brotnaði undan bílnum og hann nam staðar á brúninni. Ég horfði ofan í gljúfrið. Þá opnaði ég hanskahólfið og náði í séníver sem ég ætlaði að geyma til verslunarmannahelgarinnar. Ég held ég hafi klárað flöskuna!,“ segir Laddi og bætir við að þeir séu ekki vinir í dag, hann og bílstjórinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“