fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Salt í sár Guðmundar- og Geirfinnsmála

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. október 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin G. Sigurðsson ritar:

Skuggi óréttlætis Guðmundar- og Geirfinnsmála liggur enn yfir íslensku samfélagi, 40 árum eftir að málin fóru í gegnum réttarkerfið. Harðræði, falskar játningar og áralangt gæsluvarðhald sem braut öll viðmið um grundvallar mannréttindi í nútíma réttarríki eru enn óuppgerð svívirða samfélagsins gagnvart meintum sakborningum í málinu.

Sýknudómur Hæstaréttar í september í fyrra yfir fimm sakborningum í málinu markaði tímamót. Endurupptöku hafði ítrekað verið hafnað og harmrænt að meirihluti sýknaðra eru nú fallnir frá. Sýknunin kom seint og henni var illa fylgt eftir af stjórnvöldum.

Starf nefndar á vegum forsætisráðherra sem átti að semja um sanngirnisbætur rann út í sandinn. Nefndin virtist umboðslítil og stefnulaus. Enn þurfa þau sem þoldu svívirðilegt óréttlæti af hálfu réttarkerfisins að þola bið eftir lúkningu mála.

Forsætisráðherra hefur haldið illa á málinu. Fyrst kastaði þó tólfunum þegar greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins sýknaðra, kom fram. Hún er ekkert minna en grimmileg rýtingsstunga í bak Guðjóns sem er sagður sjálfur hafa átt sök á málinu en ekki íslenska ríkið, þrátt fyrir sýknudóminn og staðreyndir máls.

Ríkislögmaður heyrir undir forsætisráðherra sem eftir nokkurra daga þögn sór hann af sér og sagðist ekki hafa lesið greinargerðina. Ótrúleg framvinda máls meira en ári eftir sýknu og forsætisráðherra ekki til sóma.

Eftir umfangsmikla rannsókn á þessum tveimur aðskildu mannshvörfum benti ekkert til þess að mönnunum hefði verið banað, engin lík fundust, en að henni lokinni voru sex ungmenni dæmd til þungra refsinga, svipt æru sinni og framtíð.

Sýknudómur Hæstaréttar var síðbúin viðurkenning dóms- og réttarkerfis sem brást. Nú er mikilvægt að standa eins myndarlega og sanngjarnt að málum og kostur er. Semja á tafarlaust um sanngjarnar bætur við þá sem enn lifa og afkomendur hinna sem fallnir eru frá úr hópi sakborninganna.

Það er óafsakanlegt að enn sé brenndur tími til einskis. Salti núið í gömul sár og lappir dregnar á lokametrum máls sem er svartur blettur í sögu íslenskra fjölmiðla, stjórnmála og réttarkerfis þar sem margt lagðist á eitt við að dæma saklaus umgmenni sem lágu vel við höggi í fangelsi fyrir mannshvörf sem ollu uppnámi og hysteríu í samfélaginu.

Björgvin G. Sigurðsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki