fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Tvíburabræðurnir Magnús og Páll gera allt saman – Búa saman í Grafarvogi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. október 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Harðarson er nýr forstjóri Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland, en það var tilkynnt í vikunni. Hann hóf störf strax og tók við forstjórastólnum af tvíburabróður sínum, Páli Harðarsyni. Páll, sem hefur gegnt starfi forstjóra Nasdaq á Íslandi síðan árið 2011, hefur verið skipaður fjármálastjóri evrópskra markaða hjá Nasdaq, European Markets. Hann situr í framkvæmdastjórn European Markets, en undir það heyra allir markaðir Nasdaq í Evrópu og á Norðurlöndunum.

Magnús Harðarson.

Það kemur ekki á óvart að Magnús og Páll séu líkir í útliti, enda tvíburabræður, fæddir á því herrans ári 1966, nánar til tekið þann 14. febrúar. Þeir eiga þó margvíslegt annað sameiginlegt en útlitið þar sem þeir hafa fylgst að í gegnum tíðina. Magnús og Páll eru báðir menntaðir hagfræðingar og nældu sér báðir í doktorsgráðu í fræðunum við Yale-háskóla í New Haven í Connecticut í Bandaríkjunum, virtum skóla, svo ekki sé meira sagt.

Þeir tvíburabræður hafa því fetað ansi svipaða náms- og atvinnubraut. Það sem vekur enn meiri athygli er hve samrýmdir þeir eru í einkalífinu. Þeir eyða miklum tíma saman og búa meira að segja saman í Foldahverfinu í Grafarvogi, ef marka má skráningu í símaskrá. Þar búa þeir ásamt eiginkonu Páls, Deboruh Hughes, og börnum þeirra. Húsið, sem er tæpir fjögur hundruð fermetrar að stærð, keyptu þau í maí árið 2005. Þá áttu Páll og Deborah tæplega þrjátíu prósenta hlut í húsinu hvort um sig og Magnús rúmlega fjörutíu prósenta hlut. Í september árið 2017 seldi Magnús hins vegar hjónunum sinn hlut samkvæmt fasteignaskrá en býr þar enn. Í dag eiga Páll og Deborah hvort um sig helmingshlut í húsinu.

Páll Harðarson.

Húsið í Grafarvoginum er glæsilegt og verður fasteignamat næsta árs 93,4 milljónir. Brunamótamat hússins er rúmlega 102 milljónir, en þess má geta að önnur íbúð er í húsinu í eigu annars pars og er sú íbúð tæplega 86 fermetrar að stærð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst