Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur tjáð sig um miðjumanninn James Maddison.
Maddison komst í fréttirnar í gær en hann var þá myndaður í spilavíti eftir að hafa dregið sig úr enska hópnum vegna veikinda.
,,Hann sendi mér skilaboð og sagði við mig að þetta væri á leið í blöðin,“ sagði Southgate.
,,Ég einbeiti mér að mínum leikmönnum hérna – við viljum fá rétt viðbrögð og að allir séu tilbúnir í leikinn.“
,,Við vitum aldrei nákvæmlega hvað allir eru að gera en við erum með ákveðna mynd af því.“