fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

12 ára drengur í fjóra tíma á sjúkrahúsi eftir andstyggilegan hrekk í Þorlákshöfn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 12. október 2019 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf ára drengur frá Þorlákshöfn slasaðist á þriðjudaginn eftir að skemmdaverk voru unnin á hjóli hans.

Kristófer Óskar Dorotuson ætlaði að hjóla heim frá vini sínum á þriðjudaginn. Þegar hann hjólaði af gangstéttinni niður á götuna þá datt framdekkið af hjólinu með þeim afleiðingum að Kristófer flaug af hjóli sínu og hafnaði á andlitinu.  Hafnarfréttir greindu fyrst frá.

Móðir Kristofers, Dóra Adamsdóttir, sagði í samtali við Hafnarfréttir að hún hafi varið fjórum tímum á sjúkrahúsi með syni sínum þar sem djúpur skurður á höku hans var saumaður saman. Einnig brotnaði hjá honum framtönn og þurfti hann því að leita til tannlæknis.

Í samtali við DV segir Dóra að sonur hennar sé á batavegi og að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu. Vill hún þó koma á framfæri kærum þökkum til mannsins sem kom syni hennar til hjálpar.

Þetta er alls ekki fyrsta mál sinnar tegundar. Í september greindi leikkonan Þórunn Lárusdóttir frá því að sonur hennar hefði tvíhandleggsbrotnað eftir samskonar hrekk og aðeins örfáum dögum síðar greindi fjölskyldufaðir í Garðabæ frá því að átt hefði verið við hjól sonar hans, sem varð sem betur fer ekki meint af.

Sjá einnig: 

Þórunn í áfalli eftir grimman grikk

Stórhættulegir hrekkir halda áfram

Þessir hrekkir geta valdið gífurlega alvarlegum slysum á fólki og er einkum beint að börnum. Yfirleitt verða slysin með þeim hætti að börnin steypast fram fyrir sig og enda á andlitinu, líkt og í tilfelli Kristófers.

Árið 2016 voru skemmdaverk unnin á reiðhjólum nemenda við Grundaskóla á Akranesi. Að því tilefni ræddi DV við skólastjóra Grundaskóla, Sigurð Arnar Sigurðsson, sem taldi hugmyndina af þessum hrekkjum koma frá YouTube myndböndum. Gerendur séu líklega grunlausir um hversu alvarlegar afleiðingar hrekkirnir geta haft og því brýndi Sigurður fyrir foreldrum að fara með börnum sínum yfir hversu alvarlegt brot þetta er og eins að hvetja börn til að skoða hjólin sín vel áður lagt er af stað.

Sjá einnig: 

Stórhættulegur hrekkur – Gera sér ekki grein fyrir hættunni

Brot sem þessi geta haft alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þá sem fyrir þeim verða sem og gerendurna. Hér er ekki um sakleysislegan hrekk að ræða, heldur líkamsárás sem getur haft alvarlegar afleiðingar á líf og heilbrigði þeirra sem fyrir henni verða, jafnvel lífshættulegar.

Mildi að ekki fór verr – Mynd/Dóra Adamsdóttir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna
Fréttir
Í gær

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan
Fréttir
Í gær

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall