fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Sauð upp úr í deilum Albana á Íslandi: Reyndi að stinga hinn með hníf við Austurbæjarskóla

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. október 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn báðir ættaðir frá Albaníu, annar þó búsettur hér á landi, hafa verið ákærðir fyrir vopnaða árás gegn hvor öðrum. Samkvæmt ákæru átti atvikið sér stað á Barónsstíg í sumar, rétt hjá Austurbæjarskóla og Sundhöllinni.

Annar þeirra ber fyrir sig að hann hafi einungis verið að verjast atlög hins mannsins. Sá sem ekki er búsettur hér á landi er sakaður um að hafa reynt að stinga hinn með hníf en sá sem er búsettur hér náði að komast undan þeirri árás.

Sá sem er búsettur hér á landi er, þrátt fyrir að segjast hafa verið að verja sig, ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en hann er sakaður um að hafa slegið hinn manninn með hafnarboltakylfu í höfuðið. Af því hlaut maður heilahristing og langan skurð á mitt enni.

Sá sem ekki er búsettur hér á landi var á dögunum úrskurðaður í farbann. Í þeim dómi kom fram að upptaka væri til af atvikinu: „Þá kemur einnig fram í greinargerð sækjanda að myndbandsupptaka liggi fyrir í málinu þar sem sjá megi ákærða hlaupa með stóran eldhúshníf á móti manni sem hafi verið með hafnaboltakylfu í hendinni en sá hafi slegið ákærða. Á upptökunni megi sjá hvar ákærði reyni að stinga hinn manninn með hnífnum. Ákærði kveðst hafa gert þetta í sjálfsvörn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum