fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Þjóðhátíðarbrúðkaup Arons Einars og Kristbjargar

Fótboltakappar og fitnessstjörnur í brúðkaupi sumarsins

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. júní 2017 20:30

Aron EInar og Kristbjörg, eiginkona hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúðkaup sumarsins fór fram á sjálfan þjóðhátíðardaginn þegar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og leikmaður Cardiff, og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness og einkaþjálfari, gengu í hjónaband. Brúðkaupið var hið glæsilegasta í alla staði og gestalistinn stjörnum prýddur.

Aron Einar og Kristbjörg hafa verið í sambandi í rúm fjögur ár og eiga soninn Óliver Breka, sem er tveggja ára. Fjölskyldan býr í Cardiff í Wales þar sem Aron Einar spilar með liði borgarinnar.

Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju og voru brúðhjónin og gestir þeirra mynduð í bak og fyrir af öllum fjölmiðlum landsins, auk ferðamanna sem voru staddir á Skólavörðuholtinu. Gestalistinn var prýddur fjölda fótboltastjarna og liðsfélaga Arons Einars, bæði innlendra og erlendra, auk fjölda afreksfólks í fitnessheiminum. Veislan fór síðan fram á Korpúlfsstöðum þar sem veislugestirnir skemmtu sér fram á nótt og voru Bretarnir mjög hressir í veislunni að sögn gesta.

Fjölda mynda má finna á Instagram undir #aronkris17.

Athöfn: Hallgrímskirkja laugardaginn 17. júní kl. 16.
Veisla: Korpúlfsstöðum, veitingar frá Laugarási.
Veislustjórar: Kolfinna Von Arnardóttir, aðaleigandi og framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival, og Rúrik Gíslason, fótboltamaður og landsliðsmaður.
Brúðurin: Brúðarkjólinn var keyptur í tískuhúsinu Galia Lahav í London og er úr brúðarkjólalínu sem heitir Le Secret Royal. Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, förðunarmeistari og eigandi Reykjavík Makeup School, sá um förðun og Kristín Gísladóttir sá um hár.
Brúðguminn: Sérsaumaður smóking frá Herragarðinum.
Gestir: Um 200 gestir, íslenskir og erlendir, þar á meðal landsliðsmennirnir Alfreð Finnbogason, Eiður Smári Guðjohnsen, Gunnleifur Gunnleifsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Kolbeinn Sigþórsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon.
Skemmtiatriði: Jökull úr Kaleo, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson og Emmsjé Gauti sem er góður vinur Arons Einars.
Brúðarvöndinn greip vinkona Kristbjargar, Íris Arna Geirsdóttir fitnesskona. Íris Arna er einhleyp.

Aron Einar spenntur og glaður fyrir athöfnina.
Gleði Aron Einar spenntur og glaður fyrir athöfnina.
Aron Einar tók við heillaóskum fyrir athöfn frá gestum sem streymdu að.
Heillaóskir Aron Einar tók við heillaóskum fyrir athöfn frá gestum sem streymdu að.
Íris Arna Geirsdóttir, Kolfinna Von Arnardóttir veislustjóri og Erna Karólína Arnardóttir.
Íris Arna Geirsdóttir, Kolfinna Von Arnardóttir veislustjóri og Erna Karólína Arnardóttir.
Fríða Rún Einarsdóttir, Alfreð Finnbogason og veislustjórinn Rúrik Gíslason
Fríða Rún Einarsdóttir, Alfreð Finnbogason og veislustjórinn Rúrik Gíslason
Bergrún Jónasdóttir, systir Kristbjargar, var ein brúðarmeyja.
Systir brúðarinnar Bergrún Jónasdóttir, systir Kristbjargar, var ein brúðarmeyja.
Fanney Eiríksdóttir, æskuvinkona Kristbjargar og ein brúðarmeyja.
Berfætt brúðarmey Fanney Eiríksdóttir, æskuvinkona Kristbjargar og ein brúðarmeyja.
Jóhann Berg Guðmundsson og Hólmfríður Björnsdóttir
Jóhann Berg Guðmundsson og Hólmfríður Björnsdóttir
Hjónin Ólafur Ingi Skúlason og Sigurbjörg Hjörleifsdóttir
Hjónin Ólafur Ingi Skúlason og Sigurbjörg Hjörleifsdóttir
Ragnar Sigurðsson og Ragnheiður Theódórsdóttir
Ragnar Sigurðsson og Ragnheiður Theódórsdóttir
Athafnamaður og fyrrverandi fótboltamaðurinn Arnar Gunnlaugsson og María Builien Jóns­dótt­ir sem starfar í Arion banka eru nýtt par
Nýtt par Athafnamaður og fyrrverandi fótboltamaðurinn Arnar Gunnlaugsson og María Builien Jóns­dótt­ir sem starfar í Arion banka eru nýtt par
Kristín Egilsdóttir og Ellert Ágúst Pálsson.
Kristín Egilsdóttir og Ellert Ágúst Pálsson.
Sigurþór Sigurðsson og Steinunn Margrét Gunnbjörnsdóttir
Sigurþór Sigurðsson og Steinunn Margrét Gunnbjörnsdóttir
Ásta Björk Bolladóttir og Tryggvi Jónsson
Ásta Björk Bolladóttir og Tryggvi Jónsson
Guðmundur Sveinsson og Hildur Ósk Brynjarsdóttir eru nýlega gift
Guðmundur Sveinsson og Hildur Ósk Brynjarsdóttir eru nýlega gift
Björn Ingi Hrafnsson, eigandi Pressunnar.
Eiginmaður veislustjórans Björn Ingi Hrafnsson, eigandi Pressunnar.
Arnór Jónsson og Ragnar Snær Njálsson
Arnór Jónsson og Ragnar Snær Njálsson
Oddur Grétarsson, atvinnumaður í handbolta, fremstur í flokki.
Gestir streyma að Oddur Grétarsson, atvinnumaður í handbolta, fremstur í flokki.
Heiðar Þór Aðalsteinsson, Sindri Viðarsson og Árni Þór Sigtryggsson
Heiðar Þór Aðalsteinsson, Sindri Viðarsson og Árni Þór Sigtryggsson
Hjónin Hildur Einarsdóttir og Gunnleifur Gunnleifsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson.
Hjónin Hildur Einarsdóttir og Gunnleifur Gunnleifsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson.
Hrefna Dís Halldórsdóttir og Sverrir Ingi Ingason, Gylfi Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir.
Hrefna Dís Halldórsdóttir og Sverrir Ingi Ingason, Gylfi Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir.
Tinna Hemstock og Sigurjón Jónsson
Tinna Hemstock og Sigurjón Jónsson
Hjördís Perla Rafnsdóttir og Kári Árnason
Hjördís Perla Rafnsdóttir og Kári Árnason
Heiðar Helguson og Gylfi Einarsson.
Heiðar Helguson og Gylfi Einarsson.
Helen Halldórsdóttir og Gísli Örn Reynisson Schram
Helen Halldórsdóttir og Gísli Örn Reynisson Schram
Móeiður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon
Móeiður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon
Hjónin Nadía Tamimi og Jón Baldur Valdimarsson.
Hjónin Nadía Tamimi og Jón Baldur Valdimarsson.
Ragnar Sigurðsson með pakka.
Ragnar Sigurðsson með pakka.
Anthony Pilkington, Lee Peltier og Craig Noone.
Leikmenn Cardiff Anthony Pilkington, Lee Peltier og Craig Noone.
Fjöldi Breta var á meðal gesta, liðsfélagar Arons Einars í Cardiff.
Bretarnir koma Fjöldi Breta var á meðal gesta, liðsfélagar Arons Einars í Cardiff.
Þær voru sumarlegar og flottar bresku dömurnar.
Breskar glæsimeyjar Þær voru sumarlegar og flottar bresku dömurnar.
Sean Morrison, fyrirliði Cardiff.
Enski fyrirliðinn Sean Morrison, fyrirliði Cardiff.
Hjónin Kelly og Kevin McNaughton.
Hjónin Kelly og Kevin McNaughton.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda