fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Fókus

10 vísbendingar um að Frozen 2 gerist á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Fókus
Föstudaginn 11. október 2019 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um sex árum síðan kynnti Disney-myndin Frozen okkur fyrir skáldskaparheimi Arendelle, land byggt á Noregi.

Elsa og Anna snúa aftur í Frozen 2 sem kemur út í nóvember á þessu ári. Þessi mynd verður einnig byggð á Norðurlandi líkt og fyrri mynd, en í þetta sinn er það okkar eigin Ísland. Bloggið Adventures sýnir tíu vísbendingar sem má sjá í stiklunni um að myndin sé innblásin af Íslandi.

Kvikmyndagerðamennirnir á bakvið Frozen 2 ferðuðust um Norðurlöndin í leit að innblæstri og stóð „fegurð Íslands“ upp úr.

„Ísland var rosalega goðsagnakennd. Mér fannst náttúran svo mögnuð og kraftmikil,“ sagði Marc Smith, leikstjóri sögunnar, við Oh My Disney.

Höfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar, Jennifer Lee, sagði að ferðalagið hafi gefið þeim innblástur fyrir bæði sögusviðinu og söguþræðinum. „Ég held að ferðin hafi ekki aðeins gefið okkur sjónrænan innblástur heldur gerði það eitthvað meira,“ sagði hún.

Adventures horfði á stikluna fyrir Frozen 2 og tók eftir nokkrum vísbendingum sem má sjá hér að neðan. Ef um tvær myndir saman sé að ræða er sú efri skjáskot úr stiklunni og neðri frá Íslandi.

Íslenskt landslag

Iceland evening sunset valley mountains

Fjaðrargljúfur má sjá hér að neðan

Fjadrargljufur canyon in Iceland river

Þessi svarta fjara er innblásin af Djúpalónssandi samkvæmt leikstjóranum Chris Buck, en mörgum finnst hún líkjast einnig Reynisfjöru.

girl black sand beach frozen 2
Skjáskot úr stiklunni.
Djupalonssandur beach in Iceland
Djúpalónssandur.
Sunrise at famous Black Sand Beach Reynisfjara in Iceland. Windy Morning. Ocean Waves. Colorful Sky. Morning Sunset.
Reynisfjara.

Skógarfoss

Skogafoss waterfall iceland man spreaded arms frozen 2
Skjáskotið úr stiklunni má sjá hér að ofan og fossinn Skógarfoss á myndinni fyrir neðan.

Herðubreið lætur einnig sjá sig í myndinni

mountain herdubreid frozen 2

Og falleg hálendi Íslands

thorsmork mountains river man standing movie frozen 2

Ásamt Kirkjufelli

kirkjufell mountain snafellsnes movie frozen 2

Adventures tók eftir því sem virðist vera jökulhlaup

Waterfall animated movie frozen 2 trailer

Síðan er það hesturinn Nykur

nykur horse animated movie frozen 2

Nykur er þjóðsagnavera sem líkist mjög hesti, og er oftast steingrár eða apalgrár að lit. Nykur er ein þekktasta tegund kynjaveru á Íslandi enda er hann víða að finna. Hans er snemma getið í ritheimildum. Nykrar eiga sér hliðstæðu í þjóðtrú nágrannalanda, t.d. Noregs og Orkneyja.

Og við skulum ekki gleyma norðurljósunum

troll northern lights animated movie frozen 2

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Veiðiferð, skvísur á Formúlunni og alvöru stelpudjamm

Vikan á Instagram – Veiðiferð, skvísur á Formúlunni og alvöru stelpudjamm
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerður sendi Enok broslega pillu vegna athugasemdar hans um Birgittu Líf

Gerður sendi Enok broslega pillu vegna athugasemdar hans um Birgittu Líf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnablikið þegar Helena vissi að hún þyrfti að fara: „Hann hringdi óvart í mig á FaceTime á meðan hann var að halda framhjá mér“

Augnablikið þegar Helena vissi að hún þyrfti að fara: „Hann hringdi óvart í mig á FaceTime á meðan hann var að halda framhjá mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Michael Bay gerir bíómynd um Skibidi Toilet

Michael Bay gerir bíómynd um Skibidi Toilet
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dramatísk vinslit mitt í dramatískum málaferlum – „Hún sér núna öll rauðu flöggin“

Dramatísk vinslit mitt í dramatískum málaferlum – „Hún sér núna öll rauðu flöggin“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eva Laufey og Haraldur selja einbýlishúsið – Eldhúsið eitt það þekktasta á landinu

Eva Laufey og Haraldur selja einbýlishúsið – Eldhúsið eitt það þekktasta á landinu