fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Inflúensan komin til landsins – Sex liggja inni á Landspítalanum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. október 2019 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls hafa sjö einstaklingar greinst með inflúensu A á síðustu dögum. Þar af eru sex inniliggjandi á Landspítala en einn leitaði þangað á bráðamóttökuna. Þrír af þeim voru með inflúensu A(H3), en undirgreiningu hjá fjórum er ekki lokið. Þetta kemur fram á heimasíðu Landlæknis.

Þar segir að gripið hafir verið til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar á sjúkrahúsinu með eflingu sýkingavarna og einangrun þeirra sem eru með staðfesta inflúensu eða klínísk einkenni hennar. Einnig er bólusetning hafin á þeim deildum þar sem veiran greindist. Ekki er vitað um uppruna smitsins.

Stöku tilfelli af inflúensu greinast oft að hausti áður en veiran fer að breiðast út í samfélaginu, sem er yfirleitt seinnpartinn í desember eða janúar. Þó inflúensan greinist núna er ekki líklegt að hún fari á flug fyrr en um áramótin í samræmi við faraldsfræði árlegrar inflúensu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Í gær

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum