fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Manuela segir það erfitt þegar fólk gefur í skyn að hún sé slæm móðir: „Ég hef heyrt hræðilega hluti“

Fókus
Fimmtudaginn 10. október 2019 09:09

Manuela Ósk Harðardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir er gestur Egils Ploder í Burning Questions hjá Áttan Miðlar. Hún svarar alls konar spurningum eins og hvað sé skrýtnasta tilboð sem hún hefur fengið til að auglýsa á samfélagsmiðlum og hvað sé það erfiðasta sem hún hefur lent í á samfélagsmiðlaferli sínum.

Manuela segir að furðulegasta tilboð sem hún hefur fengið frá fyrirtæki var þegar hún var beðin um að auglýsa dömubindi.

„Ég tók því ekki. Ég gat bara ekki fundið lausnina á því [hvernig ég ætti að gera það]. Ég varð að afþakka. Mér fannst það mjög einkennilegt. Í fyrsta lagi að maður þyrfti að auglýsa dömubindi og í öðru lagi hvernig hreinlega maður ætti að hafa sig við,“ segir Manuela.

Aðspurð hvaða líkamspart hún horfir mest á í spegli fyrir utan andlitið á sér. „Ég veit það ekki. Brjóstin á mér. Þau eru geggjað flott. Ég horfi á þau,“ segir Manuela.

Manuela segist margsinnis hafa lent í erfiðleikum á samfélagsmiðlaferli sínum og hafi næstum ákveðið að segja skilið við samfélagsmiðla.

„Það erfiðasta er hvað fólk leyfir sér. Og ég held að ótrúlega margir séu sammála mér um það. Auðvitað gefur maður færi á því, maður er að opna sig og líf sitt og allt það. Ég hef heyrt hræðilega hluti og það versta sem ég fæ er þegar börnunum mínu mer blandað inn í það,“ segir hún. Manuela á tvö börn, þau Jóhann og Elmu Rós.

„Ég er frábær móðir þá ég segi sjálf frá. Þú þarft ekki annað en að hitta börnin mín til að sjá það. En þegar fólk er að segja mér hvernig ég á að ala upp börnin mín eða gefa í skyn að ég sé ekki að standa mig nógu vel eða gefa í skyn að ég sé ekki góð móðir, það er rosalega erfitt. Og náttúrlega þá bitnar það líka á börnunum. Ég á ungling í 10. bekk.“

Horfðu á viðtalið við Manuelu í heild sinni hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/B3Zq8tGghnE/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta