fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Sara Hrund þurfti að hætta í vinnu og skóla: „Minnistruflanir og með daglegan svima“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. október 2019 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Hrund Helgadóttir, hefur verið með höfuðverk daglega í tíu ár. Ástæðan er höfuðhögg sem Sara Hrund fékk í knattspyrnuleik fyrir tíu árum, Sara var ein af þeim sem ræddi alvarleika höfuðhöggs á RÚV í gær.

Sara Hrund hætti í fótbolta árið 2017, hún fékk boltann í hausinn í ágúst árið 2017 og varð að hætta. Það var ekki bara fótboltinn sem Sara þurfti að setja til hliðar, hún var óvinnufær.

„Ég þurfti að hætta í fótbolta og vinnu og skóla. Ég fór algjörlega í veikindaleyfi. Það var mjög erfiður og dökkur tími. Þá bættist í þennan einkennalista, þetta voru ekki bara þessir höfuðverkir. Þá byrjaði ég að fá minnistruflanir, missti jafnvægið, var með daglegan svima. Höfuðverkirnir voru mjög miklir. Og mikið úthaldsleysi, þannig að lífsskilyrðin urðu mjög slæm eftir það höfuðhögg,“ sagði Sara á RÚV í gær en hún lék með Grindavík.

Pressa var á Söru að snúa aftur á völlinn en hún ákvað að láta vita að hún gæti ekki haldið áfram í fótboltanum. „Fólki blöskraði dálítið við það. Fólk var ekkert mikið að tala um höfuðhögg og einkennin. Og ég steig fram því ég fann fyrir pressu um að koma aftur inn á völlinn. Bara strax á dögunum eftir að ég lenti í þessu.“

„Við ætlum okkur að vera svo miklir töffarar, það er ekkert að okkur. En það sér enginn á manni þegar maður er að kljást við afleiðingar þessara höfuðhögga,“ segir Sara Hrund.

Sara ákvað að stíga fram eftir höggið árið 2017 og þá stigu margir fram.

„En um leið og ég steig fram með þetta, þá voru viðbrögðin góð. Samt sem áður var fólk dálítið hrætt hvernig það ætti að nálgast mann og hvað þau ættu að gera. Þannig að maður svona, fór að heyra allt í einu ekki neitt frá klúbbnum og fólkinu í kring. Það var dálítið erfitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Í gær

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Í gær

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester