fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025

Svona brást hún við þegar hún fann mynd af berbrjósta konu á síma eiginmanns síns

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 8. október 2019 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sambönd geta verið strembin og það þekkja þau Jana Kramer og Mike Caussin svo sannarlega. Kántrí-söngkonan og leikkonan Jana og fyrrverandi fótboltakappinn Mike eiga saman tvö börn, hina þriggja ára gömlu Jolie og tíu mánaða gamla Jace.

Þegar Jana var ólétt af Jolie, fyrsta barni þeirra hjóna, hélt Mike framhjá henni. Parið hefur talað opinskátt um framhjáhaldið og afleiðingar þess í hlaðvarpsþætti sínum Whine Down. Þau hafa einnig rætt um það í viðtali hjá stórum fjölmiðlum á borð við  ABC News og Access Live.

Nýlega fann Jana mynd af berbrjósta konu í síma Mike. Hún segir frá því í nýjasta Whine Down hlaðvarpsþættinum og fengu hlustendur að vera vitni að einlægu og opinskáu samtali á milli hjónanna.

Mike fékk senda mynd af berbrjósta konu í gegnum smáskilaboð en eyddi skilaboðunum samstundis. Hann ákvað að segja ekki Jönu frá myndinni en hún fann myndina þegar hún var að fara í gegnum Apple úr hans, en það er tengt við símann. Í kjölfarið vöknuðu vondar tilfinningar og minningar um fyrri atburði.

„Ég sé myndina og ég veit að það rétta í stöðunni er að tala við Jönu og segja henni að ég fékk þetta. Ég veit ekki hvað í fjandanum þetta er en ég vil að þú vitir,“ sagði Mike í hlaðvarpsþættinum og útskýrði af hverju hann ákvað að segja henni ekki frá myndinni.

„Ég var dauðhræddur að gera það. Það hefur verið rosalega gott á milli okkar Jönu nýlega. Við höfum ekki verið að rifja upp hluti úr fortíðinni og höfum verið að höndla aðstæður frekar vel og mér fannst eins og við værum að komast á virkilega góðan stað.“

Jane deildi síðan sínu sjónarhorni og hvernig þetta hafði áhrif á hana.

„Þegar ég sá myndina þá sökk hjartað mitt. Myndin er þarna, þetta hefur gerst aftur,“ sagði Jana og átti erfitt með að halda aftur tárunum.

„Ég er algjör fokking fáviti og ég hringdi strax í bestu vinkonu mína og var hágrátandi og hringdi síðan í númerið sem sendi myndina og sendi því svo skilaboð og fékk til baka: „Sorrí elskan, get ekki talað í símann. Viltu að ég komi til þín?“ Og ég var alveg: „Þú sendir eiginmanni mínum skilaboð. Ég myndi endilega vilja sjá samtalið ykkar á milli. Vinsamlegast, frá einni konu til annarrar.“

Jana sagði að skilaboðin urðu svo mjög furðuleg og henni grunar að ekki um raunverulega manneskju sé um að ræða. En hún segir að það sem hafi sært hana mest var að hann hafi ekki sagt henni frá myndinni.

„Það að eyða hlutum – þó þetta voru kannski tilviljunarkennd skilaboð – minnir mig á þegar hann eyddi öllum skilaboðunum þegar hann hélt framhjá mér. Kvíðinn hjá mér er rosalegur,“ sagði Jana.

Þetta var mjög tilfinningaríkur hlaðvarpsþáttur og bað Mike eiginkonu sína afsökunar.

„Fyrirgefðu elskan að ég höndlaði þetta ekki eins og við vorum búin að tala um. Ég höndlaði þetta ekki rétt fyrir mig, fyrir þig og fyrir okkur bæði.“

Jana opnaði sig um þáttinn í einlægri færslu á Instagram. Hún sagði að þegar þau tóku upp þáttinn höfðu þau ekki talað saman í sólahring og voru næstum því búin að hætta við að deila honum.

„Við ákváðum að opna dyrnar fyrir því sem gerðist og vá við hleyptum því öllu út. Þið sem skiljið kannski ekki áfallið og sársaukann í kringum það sem við ræddum og vorum opinská með vinsamlegast verið vingjarnleg og vitið að við ákváðum að deila þættinum í þeirri von að hann geti hjálpað öðrum.“

https://www.instagram.com/p/B3UZY9thttK/

Þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stuð í Meistaradeildinni í kvöld: Mbappe skoraði tvö og Trent meiddist í sigri Real – Átta mörk í seinni hálfleik á Ítalíu

Stuð í Meistaradeildinni í kvöld: Mbappe skoraði tvö og Trent meiddist í sigri Real – Átta mörk í seinni hálfleik á Ítalíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.