Eygló Gunnþórsdóttir, móðir Ásdísar Ránar, tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að dóttir sín væri komin heim eftir tveggja vikna spítalavist.
„Hún er rétt farin að ganga með hækjur en ósköp stutt en þar sem hún er mikil baráttukona þá veit ég að hún á eftir að taka þetta á hörkunni og mun ekki kvarta hún er mjög þakklát fyrir að vera á lífi,“ skrifar Eygló.
Ásdís féll niður stiga í lok síðasta mánaðar. Hún brotnaði á tveimur stöðum á mjaðmagrind og er jafnframt handleggsbrotin og rifbeinsbrotin.
Nútíminn greindi frá því á dögunum að Ásdís Rán hafi ætlað sér að vera viðstödd Balcan Fashion Week í Búlgaríu en þurfti þess í stað að vera föst á Landspítalanum.