fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Handtekinn á bar í miðbænum – Vopnaður í annarlegu ástandi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. október 2019 09:07

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í annarlegu ástandi á bar í miðbæ Reykjavíkur laust eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Maðurinn er grunaður um brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu  lögreglu.

Lögreglan stöðvaði ökumann í Borgartúni rétt eftir miðnætti sem er einnig grunaður um brot á vopnalögum og vörslufíkniefna. Annar ökumaður var stöðvaður rúmlega tvö í nótt grunaður um ölvunarakstur.

Í Hafnarfirði stöðvaði lögreglan tvo ökumenn í gærkvöldi og nótt. Báðir voru eru þeir grunaðir um að keyra undir áhirfum og annar þeirra einnig um að keyra án ökuréttinda.

Lögreglan hafði afskipti af fólki í bíl á bílastæði verslunarmistöðvar í Kópavogi klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Mikil fíkniefnalykt var í bifreiðinni og viðurkenndi farþegi að eiga ætluð fíkniefni er fundust við leit. Málið var afgreitt með vettvangsskýrslu. Í Breiðholti var einn ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum og brot á lyfjalögum. Einn ökumaður var stöðvaður á Höfðabakka grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Í Grafarvogi þurfti lögregla að hafa afskipti af sofandi manni í bíl. Maðurinn var í annarlegu ástandi og er grunaður um brot á lyfja- og vopnalögum. Vegna ástands mannsins var lykill bifreiðarinnar haldlagður. Rúmlega fjögur í nótt var maður í annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 116 þar sem hann var að valda öðrum íbúum ónæði. Maðurinn er grunaður um húsbrot og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“