fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Velti bíl á flótta undan lögreglunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. október 2019 10:58

Lögreglan birti þessa mynd af vettvangi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vesturlandi veitti ökumanni á stolnum bíl eftirför í gær frá Akrafjalli að Melahverfi. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum þar, ók út af og við það valt bíllinn og endaði á hægri hliðinni.

Skömmu áður hafði verið tilkynnt til lögreglunnar að bíl hafi verið stoltið við Gamla Kaupfélagið á Akranesi. Lögreglumenn á Akranesi mættu bílnum á Akrafjallsvegi þar sem honum var ekið á 139 km hraða í átt að hringtorginu við Hvalfjarðargöng. Ökumanni bílsins var gefið merki um að stöðva aksturinn, sem hann gerði ekki og var því bílnum veitt eftirför.

Þrátt fyrir að lögreglan væri með forgangsljós tendruð þá jók ökumaðurinn ferðina og ók áfram út úr hringtorginu norður Vesturlandsveg á ofsahraða. Mikil umferð var á Vesturlandsvegi og skapaðist mikil hætta vegna þessa.

Lögreglumenn komu síðan að bílnum við gatnamótin að Melahverfi þar sem hann var utan vegar á hliðinni. Ökumaður var handtekinn á staðnum grunaður um nytjastuld á bifreiðinni og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Heilbrigðisstfonunar Vesturlands til skoðunar. Hann reyndist ekki slasaður og var vistaður í fangaklefa að skoðun lokinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“