

Gunnlaugur Þór Briem, fæddur 1969, hefur verið ákærður af Héraðssaksóknara fyrir hrollvekjandi áreiti í garð starfsmanns Tryggingarstofnunar ríkisins. Samkvæmt ákæru kom hann að heimili konunnar í það minnsta einu sinni og hótaði henni í tölvupósti. Samkvæmt ákæru var umrædd kona með mál Gunnlaugs að gera hjá stofnunni. Svo virðist sem hann hafi ætlað að neyða hana til að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur hans.
Gunnlaugur sakaður um að hafa hótað starfsmönnum Tryggingarstofnunar líkamsmeiðingum þann 25. júlí í fyrra. Að kvöldi þess sama dags er Gunnlaugur sakaður um að hafa farið að heimili fyrrnefndrar konu og kastað brúsa með bensíni að húsi hennar. Markmiðið er sagt í ákæru að hafa verið að valda henni ótta.
Gunnlaugur er svo sakaður um að hafa í febrúar á þessu ári sent þessari sömu konu tvö ógnandi bréf í tölvupósti. Í því fyrra stóð: „ég verð víst að heimsækja fjölskyldu þína aftur, helvítis tussan þín..kannski Bergþór þingmaður langi til að nauðga þér ég vill allt annað…“ Þar á hann væntanlega við um Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins. Ekki er vitað hvort hann tengist málinu á einhvern hátt en þess ber að geta að um þetta leyti var Klausturmálið í hámæli.
Daginn eftir sendi Gunnlaugur svo annað bréf og í því stóð: „Helvítis tussa sem ætti skilið eða dæturnar að vera stungnar með skítugri sprautunál….þið hatið mig og ég hata ykkur meira og veit hvar þið búið!!!!“
Auk þessa meintu brota þá er Gunnlaugur ákærður fyrir að hafa verið gómaður með tæplega hálft gramm af kannabis og 10 haglaskot í ólæstri náttborðsskúffu.