fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Gunnlaugur sakaður um hrollvekjandi ógnarherferð: „Ég verð víst að heimsækja fjölskyldu þína aftur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. október 2019 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Þór Briem, fæddur 1969, hefur verið ákærður af Héraðssaksóknara fyrir hrollvekjandi áreiti í garð starfsmanns Tryggingarstofnunar ríkisins. Samkvæmt ákæru kom hann að heimili konunnar í það minnsta einu sinni og hótaði henni í tölvupósti. Samkvæmt ákæru var umrædd kona með mál Gunnlaugs að gera hjá stofnunni. Svo virðist sem hann hafi ætlað að neyða hana til að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur hans.

Gunnlaugur sakaður um að hafa hótað starfsmönnum Tryggingarstofnunar líkamsmeiðingum þann 25. júlí í fyrra. Að kvöldi þess sama dags er Gunnlaugur sakaður um að hafa farið að heimili fyrrnefndrar konu og kastað brúsa með bensíni að húsi hennar. Markmiðið er sagt í ákæru að hafa verið að valda henni ótta.

Gunnlaugur er svo sakaður um að hafa í febrúar á þessu ári sent þessari sömu konu tvö ógnandi bréf í tölvupósti. Í því fyrra stóð: „ég verð víst að heimsækja fjölskyldu þína aftur, helvítis tussan þín..kannski Bergþór þingmaður langi til að nauðga þér ég vill allt annað…“ Þar á hann væntanlega við um Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins. Ekki er vitað hvort hann tengist málinu á einhvern hátt en þess ber að geta að um þetta leyti var Klausturmálið í hámæli.

Daginn eftir sendi Gunnlaugur svo annað bréf og í því stóð: „Helvítis tussa sem ætti skilið eða dæturnar að vera stungnar með skítugri sprautunál….þið hatið mig og ég hata ykkur meira og veit hvar þið búið!!!!“

Auk þessa meintu brota þá er Gunnlaugur ákærður fyrir að hafa verið gómaður með tæplega hálft gramm af kannabis og 10 haglaskot í ólæstri náttborðsskúffu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“