fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Kýldi mann á Chuck Norris Grill – Tennur losnuðu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. október 2019 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á veitingastaðnum Chuck Norris Grill, Laugavegi 30. Maðurinn kýldi annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að sá hlaut bólgu í vinstri kinn og brot í framtönn. Manninum var virt til refsiþyngingar að hann hefur sakaferil að baki en til refsilækkunar að hann játaði brot sitt skýlaust og að rannsókn lögreglu á málinu dróst óhóflega en árásin átti sér stað sumarið 2017.

Þolandi árásarinnar varð fyrir því að tennur losnuðu í munni hans  og brot varð í tönn en ekki þurfti að fjarlægja tennur og þurfti ekki að fara í sérstaka tannviðgerð. Var talið að áverkar brotaþola væru óverulegir.

Sem fyrr segir var refsingin 30 daga skilorðsbundið fangelsi en auk þess þarf hinn seki að greiða verjanda sínum 150.000 krónur í málsvarnarlaun og tæplega 40.000 krónur í annan sakarkostnað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“