fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Kristín er alkóhólisti: „Ég fékk stórt kjaftshögg eitt kvöldið þegar dóttir mín vaknar við lætin“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. október 2019 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðgerðarsamtökin Það er von deila reglulega mjög áhrifaríkum frásögnum á Facebook-síðu sinni. Í dag segir Kristín nokkur sögu sína en hún er alkóhólisti sem hefur verið edrú í 15 mánuði. Hún segir að sinn botn hafi verið þegar dóttir hennar kom að henni í kvíðkasti.

„Ég heiti Kristín og ég er alkóhólisti. Það sem það var erfitt að viðurkenna það í fyrsta skipti því ég hafði alltaf lifað í afneitun um að ég væri að glíma við þennan sjúkdóm. Ég hafði gengið í gegnum einelti í grunnskóla og nauðgun á unglingsárunum. Það hafði gífurleg áhrif á mig og ég faldi sársaukann og andlega vanlíðan vel, hélt ég. Þegar ég komst inn í vinahóp sem samanstóð af eldri strákum sem voru byrjaðir að drekka og reykja vildi ég ekkert meira en að „fitta inn“,“ lýsir Kristín.

Drykkjan stigmagnaðist

Kristín segir að líkt og hjá mörgum hafi drykkjan farið að stigmagnast. „Ég fór að fikta við að drekka og ég fann hvað geðheilsan mín hrakaði hratt. Áður en ég vissi af var ég farin að drekka nánast allar helgar og eftirköstin voru þau að ég datt langt niður í þunglyndi og kvíða. Drykkjan stigmagnaðist með hverju djammi og á endanum var eina takmarkið að vera sem fyllst til þess að deyfa sjálfa mig. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif drykkjan mín hafði á aðra og fannst eins og allir væru að koma illa fram við mig, ég var aldrei vandamálið,“ segir Kristín.

Hún segist hafa hætt að drekka árið 2012. „Ég var þessi sem var sífellt brosandi, hrókur alls fagnaðar í glasi og sýndi engum hversu illa mér leið. Það var ekki fyrr en árið 2012 sem mér fannst botninum vera náð og ég ákvað að hætta að drekka. Ekki af því áfengið var vandamál, ég vildi breyta til og reyna að vinna í mínum málum. Ég kynnist manninum mínum fyrrverandi og eignuðumst við tvö yndisleg börn. Ég drakk ekki í 6 ár en aldrei batnaði líðan mín. Ég var sjálfselsk, lét alla vanlíðan bitna á manninum mínum, var ekki eins góð móðir og ég ætlaði mér að vera, ég gerði það sem mér sýndist og fannst enn eins og allir aðrir væru að koma illa fram við mig,“ segir Kristín.

Blind á eigin hegðun

Kristín segist hafa asnast til að byrja að drekka aftur árið 2017, taldi sig eiga það inni. Það reyndist slæm ákvörðun. „Ég var ofboðslega blind á mína eigin hegðun og sjálfselska mín bitnaði á öllum öðrum og þá sérstaklega manninum mínum, börnunum og foreldrum mínum. Árið 2017 fannst mér tilvalið að byrja að drekka aftur. Mér fannst ég eiga það skilið eftir að hafa verið edrú í 6 ár. Það hrundi allt! Ég fór að koma enn verr fram við manninn minn og í sjálfselsku minni bað ég um skilnað. Ég vildi vera frjáls, ég vildi gera hvað sem ég vildi og það átti ekkert að stöðva mig,“ segir Kristín.

Að lokum kom að því að hún náði botninum. „Ég fór að drekka reglulega og drakk enn meira á hverju fylleríi en ég hafði gert áður. Kvíðinn var orðinn óbærilegur og yfirleitt endaði ég með sjálfsvígshugsanir nokkrum dögum eftir drykkju og ég var í engu standi til þess að hugsa um börnin mín. Ég fékk stórt kjaftshögg eitt kvöldið þegar dóttir mín vaknar við lætin í mér í einu kvíðakastinu og þar sem ég sat á gólfinu og horfði á saklausu augun hennar rann upp fyrir mér að þetta gengi ekki lengur. Ég varð að leita mér hjálpar og það varð að gerast strax. Botninum var náð!,“ segir Kristín.

Vaknaði til lífsins

Kristín þakkar AA-samtökunum fyrir góðan árangur í edrúmennsku. „Nokkrum dögum seinna geng ég inn á AA fund og mér fannst magnað hvað ég tengdi við allt sem sagt var á fundinum. Mér fannst gott að vita að ég væri ekki ein um þetta og hægt væri að fá hjálp. Ég fékk yndislegan sponsor sem leiddi mig í gegnum sporin og einnig fór ég í gegnum 12 sporin: andlegt ferðalag. Þegar ég hafði verið edrú í ár var eins og ég hefði loksins vaknað aftur til lífsins og mér leið svo mikið betur. Ég var orðin meira meðvituð um mína eigin hegðun og andlega líðanin fór batnandi dag frá degi,“ lýsir Kristín.

Í dag segist Kristín njóta lífsins allsgáð: „Í dag er ég svo ótrúlega þakklát fyrir það að vera edrú. Ég nýt lífsins. Ég elska tímann minn með börnunum. Ég hlakka til að eyða tíma með fjölskyldunni. 15 mánuðir edrú og með mikilli sjálfsvinnu gat ég snúið mínu lífi við – og þú getur það líka! Það er Von“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“