fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Hermann segir leikhúsið í fullum rétti til að reka Atla Rafn – Hefur áður gagnrýnt #metoo byltinguna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. september 2019 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Hermann Stefánsson blandar sér í umræður um dómsmál Atla Rafns Sigurðarsonar leikara á hendur Borgarleikhúsinu og bendir á að einkafélög þurfi ekki að lúta skilyrðum opinberra stofnana þegar kemur að brottrekstri starfsmanna. Auk þess hafi verið fyllilega eðlilegt að Kristín Eysteinsdóttir, Borgarleikhússtjóri, hafi brugðist við sjö kvörtunum samstarfskvenna Atla Rafns. Hermann Stefánsson vakti athygli fyrir smásagnasafn sitt Dyr opnast sem kom út í sumar en í einni sögunni er hæðst mjög að #metoo byltingunni vegna fjölmargra léttvægra frásagna sem birtar voru um meinta kynferðislega áreitni hjá hinum ýmsu starfshópum árið 20017.

Kjarni þeirrar gagnrýni birtist líka í nýjum pistli Hermanns um mál Atla Rafns því hann bendir á að í umræðunni sé oft ekki gerður greinarmunur á nauðgunum og kynferðislegri áreitni. Pistill Hermanns er eftirfarandi:

Lögsóknin gegn Borgarleikhúsinu er frekar einfalt mál og snýst um lögmæti uppsagnar. Niðurstaðan verður væntanlega eftir því einföld: Stjórnandi í einkafélagi má vísa starfsmanni úr starfi og þarf ekki að lúta skilyrðum opinberra stofnanna til þess. Þar að auki eru sjö kvartanir samstarfsmanna betri ástæða til þess en margar aðrar. Að auki hefði lítið mátt gefa fyrir listræn heilindi leikhússtjóra sem hefði verið til í að setja á svið #metoo en ekki taka til í eigin ranni. Almenningur hefur engan sérstakan rétt á að vita í hverju umkvartanirnar felist, fremur en í öðrum brottrekstrarmálum.

Hins vegar er málið afturþungt, flest atriði frétta snúast um eitthvað sem koma því strangt til tekið ekki við. Og í þessum afturþunga er það flókið og erfitt. Það er ekki gerður greinarmunur á nauðgun, sem er alvarlegur glæpur og varðar við lög, og kynferðisáreitni, sem er hvimleið, árásargjörn og óþolandi hegðun en varðar hugsanlega ekki við lög, þótt hún kunni að vera ástæða brottreksturs. Að grauta þessu bara saman kann varla góðri lukku að stýra.

Kannski verður málið til að þroska umræðuna svolítið og dýpka hana. Ég ætla að vona það og trúi því reyndar.

Sjá einnig:

Metoo-saga Atla Rafns loksins afhjúpuð

Rithöfundurinn Hermann Stefánsson hæðist að #metoo byltingunni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda
Fréttir
Í gær

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót
Fréttir
Í gær

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans
Fréttir
Í gær

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést