fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Iva Marín einnig ósátt við matargagnrýnina – „Fötlun er ekki frípassi á að vera með dónaskap“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. september 2019 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Getum við bara öll haft á hreinu að fötlun er ekki frípassi á að vera með dónaskap?“ spyr Iva Marín Adrichem í stuttum pistli þar sem hún blandar sér í umræðurnar um matargagnrýnina í sjónvarpsþáttunum Með okkar augum. Miklar umræður hafa spunnist um matargagnrýnanda þáttarins, Katrínu Guðrúnu Tryggvadóttur, sem þykir flestur matur vondur og orðar það mjög hreinskilnislega í heimsóknum sínum á veitingastaði höfuðborgarsvæðisins. Fatlað fólk stýrir þættinum og Katrín sjálf er fötluð.

Iva fæddist blind en hún stundar tónlistarnám í Hollandi. Hefur hún vakið athygli fyrir framlag sitt til umræðu um málefni fatlaðra. Fyrr á þessu ári var Iva í viðtali við DV um þau málefni og lífshlaup sitt.

Iva segir að það viðhorf að ekki megi gagnrýna fatlaða endurspegli fordóma gegn fötluðum. Gefum Ivu orðið:

„Ég hef sjálf oft pirrað mig á því hvernig Katrín er aldrei kurteis eða málefnaleg í matargagnrýni sinni. Af hverju er hún sendd út að smakka mat þegar það er fyrirfram vitað að henni finnst ekkert gott? Finnst það einmitt endurspegla fordóma gagnvart fötluðu fólki að enginn megi gagnrýna það vegna þess að það er bara svo duglegt að koma fram í sjónvarpinu. Sem fötluð kona er ég á því að enginn er yfir gagnrýni hafinn og lítið gert úr Katrínu með því að verja hana á forsendum fötlunar sinnar frekar en fagmennsku í starfi. Hún er ekki krakki og vinnur í fjölmiðlum, og ef það má ekki benda á það sem betur má gera er hún einfaldlega ekki starfi sínu vaxin.“

Sjá einnig:

Úlfúð vegna matargagnrýni

Iva tók U-beygju í skoðunum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda
Fréttir
Í gær

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót
Fréttir
Í gær

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans
Fréttir
Í gær

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést