fbpx
Sunnudagur 25.júlí 2021
Matur

Úlfúð vegna matargagnrýni Með okkar augum: „Ertu að gagnrýna hvernig fatlaða konan gagnrýnir mat?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. september 2019 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færsla sem Margrét nokkur skrifaði innan Facebook-hópsins Fjölmiðlanördar hefur vakið harða gagnrýni og umræðu. Margrét þessi taldi að RÚV væri að „hampa dónalegri framkomu“ Katrínar Guðrúnar Tryggvadóttur, sem hefur gert garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Með okkar augum. Hún var gestur Gísla Marteins í Vikunni á föstudaginn og tók hann saman öll þau skipti sem hún var óánægð með matinn sinn í matargagnrýni.

„Er ég ein um að finnast það ósmekklegt að hampa dónalegri framkomu’ Katrínar í með „Okkar Augum“ fer á veitingastaði og sýnir af sér dónalega framkomu bæði gagnvart þeim sem vanda sig í að útbúa fallega framreiddan mat og ábyggilega góðan,.Hvað með matarsóun sem rúv er alltaf að tala um,er ekkert sem liggur þar að baki.Og í gær gerði Gísli Marteinn þessu sérlega hátt undir höfði í þættinum og kallaði Katrínu snilling. Eru þetta skilaboð til krakka að svona framkoma sé bara allt í lagi. Eina sem henni finnst gott eru franskar og gos já og kannski ís,“ skrifaði Margrét.

Ekki krakki

Það ætti að koma fáum á óvart að þetta viðhorf reyndist umdeilt innan hópsins. „Katrín er ekki krakki. Hún er fullorðin og má þar af leiðandi borða það sem hún vill. Það ætti ekki að vefjast fyrir foreldrum að útskýra það,“ skrifar Inga nokkur. Maggý nokkur skrifar svo: „Ertu að gagnrýna hvernig fatlaða konan í Með okkar Augum gagnrýnir mat? Í alvöru?“

Þessu svarar Margrét sem hóf umræðuna. Hún sagði ekkert að því að gagnrýna fatlað fólk. „Já það má gagnrýna fatlaða þegar þeir fara fram úr sjálfum sér og því er hampað. Takk fyrir. er sjálf gift manni í hjólastól,“ skrifar hún. Maggý bendir á að það sé nú aðeins öðru vísi fötlun og það samþykkir Margrét. Svo segir Maggý: „Þetta er ekki sambærilegt. Með fullri virðingu fyrir téðri Katrínu þá er hún pottþétt að gera sitt allra besta og vera hún sjálf. Því má sannarlega hampa.“

Margrét segir þetta einungis hennar álit og því svarar Maggý: „Þú ert að krefjast þess af andlega fatlaðri konu að vera eitthvað annað en hún sjálf. Það er vandmeðfarið að tala um málefni andlegra fatlaðra og mér finnst þú sýna henni algjört virðingarleysi með þessu innleggi þínu og já, mér þykir þú stórrugluð.“

Stjórnandi sammála

Margrét er þó ekki ein með þessa skoðun. Ólafur Hauksson, almannatengill og einn stjórnenda síðunnar, tekur undir með henni. „Þessi umræða snýst um vinnubrögð fjölmiðilsins. Bent er á að í sjónvarpsþætti er fötluð kona send út af örkinni til að smakka mat á góðum veitingastöðum. Fyrirsjáanlegt er að henni finnst flestallt vont sem hún smakkar, spýtir því út úr sér, fussar og sveiar. Hefði ófatlaður einstaklingur verið settur í samskonar hlutverk, að vera hinn matvandi matarrýnir? Að sjálfsögðu ekki. Því er ekki hægt að álykta annað en verið sé að tefla hinni fötluðu konu fram sem skemmtiatriði og þannig alið á fordómum gagnvart fötluðum,“ skrifar hann og bætir við það:

„En þeim sem finnst gaman að hlægja að fötluðum finnst þetta kannski allt í lagi og bara krúttlegt. Ábendingin sem Margret setur hér inn í upphafi er allra góðra gjalda verð. Þetta snýst um vinnubrögð fjölmiðilsins og það er honum ekki til sóma að gera fatlaðan einstakling út af örkinni í þessu skyni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
30.04.2021

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti – virkar líka á glúteinleysingja

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti – virkar líka á glúteinleysingja
Matur
28.04.2021

Uppáhalds uppskriftir Berglindar Hreiðars – Nautalund, humar, kanilsnúðar og bestu núðlur í heimi

Uppáhalds uppskriftir Berglindar Hreiðars – Nautalund, humar, kanilsnúðar og bestu núðlur í heimi
Matur
10.04.2021

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu
Matur
10.04.2021

Kristinn er maðurinn á bak við Soð – Þetta borðar hann á venjulegum degi

Kristinn er maðurinn á bak við Soð – Þetta borðar hann á venjulegum degi
Matur
02.04.2021

Amerískar pönnukökur sem klikka ekki

Amerískar pönnukökur sem klikka ekki
Matur
02.04.2021

Páskaleg kjúklingabaka sem slær í gegn í saumaklúbbum

Páskaleg kjúklingabaka sem slær í gegn í saumaklúbbum