fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Helgu brugðið: „Barnið mitt hefði dáið í bílnum“ – Kviknaði í og hurðirnar læstust | Sjáðu myndirnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. september 2019 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér ber skylda gagnvart samborgurum að láta vita af þessu, sérstaklega öðrum mæðrum. Farið varlega og ég bið ykkur um að skilja börnin ykkar aldrei ein eftir í bíl, slys gera ekki boð á undan sér.“

Þetta segir Helga Williamson, ung íslensk kona, sem hvetur foreldra til að skilja ekki börn sín eftir ein í bílnum. Þessi áminning kemur ekki til af góðu því um liðna helgi kviknaði í nýlegum jepplingi sem er í eigu foreldra hennar. Bíllinn var kyrrstæður fyrir utan heimili foreldra hennar í Fossvoginum en aðeins fimmtán mínútum áður hafði þessi sami bíll verið á ferðinni. Það sem er einna óhugnanlegast er sú staðreynd að hurðirnar aftur í læstust. Allt gerðist þetta á mjög skömmum tíma.

„Ég hef séð mæður játa að þær skilji börnin sín eftir ein í bíl ef þau sofna, hvort sem það er í stutta stund eða ekki. Við höldum flestar að ekkert getur gerst og sumar töldu að öruggara væri fyrir barnið að vera úti í bíl en úti í vagni,“ segir Helga.

Bifreiðin er 2015 árgerð af Nissan Qashqai. Hún byrjaði skyndilega að fyllast af reyk en Helga vekur athygli á því að engin viðvörunarljós hafi logað þegar bifreiðinni var ekið, skömmu áður en eldurinn kom upp.

„Reykurinn var svartur og svo þykkur að ekki var hægt að koma að bílnum, framrúðan byrjaði að springa. Það kviknaði í bílnum, hann bráðnaði að innan og kom risa gat fyrir neðan stýrið. Það sem var verst, var að hurðarnar í aftursætunum læstust og þar sem rafmagnið eyðilagðist, þá var ekki hægt að aflæsa þær, eins með skottið. Ef mamma og pabbi hefðu verið á ferðinni með barnabörnin í aftursætinu þá hefðu þau ekki náð að bjarga þeim út. Barnið mitt hefði dáið í bílnum, hann er bara tveggja ára og getur ekki losað sig sjálfur,“ segir Helga.

Í samtali við DV segir Helga að fjölskyldan hafi verið heppin. „En næsta fjölskylda sem lendir í þessu verður það kanski ekki. Því er mikilvægt að vara fólk við,“ segir hún.

Hún segir að þetta hafi gerst hratt, bíllinn sé nýlegur og hafi ekki verið til neinna vandræða fyrr en nú. Helga sagði fyrst frá þessu á Facebook og hvatti fólk til að deila færslunni því hún vill að sem flestir viti af þessu. „Þetta hræðilega atvik fær þá að nýtast sem mikilvæg forvörn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“