fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Fræga fólkið blekkti Margréti – Tapaði stórfré á skömmum tíma: „Þarna hrundi ég alveg“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 27. september 2019 09:00

Í áfalli Margrét skammast sín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég dauðskammast mín. Mér datt aldrei í hug að ég gæti orðið ein af þeim sem myndi lenda í svona. Ég er venjulega mjög varkár, en þarna hrundi ég alveg.“

Svo mælir Margrét, kona á sextugsaldri, sem vildi ekki koma fram undir raunnafni, sem tapaði töluverðum fjárhæðum á augabragði í fjárfestasvindli. Hún tilgreinir ekki upphæðina, sem hún segir vera töluverða, sem hún tapaði sökum þess að hún hefur ekki enn þorað að segja vinum sínum og fjölskyldu frá óhappinu. Skömmin sé of mikil, en til stóð hjá henni að koma fjölskyldu sinni á óvart ef eitthvað hefði ræst úr tækifærinu.

Íslendingar hafa margir tapað miklu fé á undanförnum árum í svonefndum fjárfestasvikum, þar sem netglæpamenn plata fórnarlömb sín til að kaupa hlutabréf á hagstæðu verði með loforði um að verðgildi þeirra muni rjúka upp innan skamms. Þegar netglæpamönnum tekst að hafa fé af fórnarlömbum sínum þá eru peningarnir í flestum tilfellum tapaðir.

Fræga fólkið innsiglaði svindlið

Margrét er annars vegar menntuð í viðskiptafræði og segist vera kunnug Bitcoin-svindli, en að umrætt ávöxtunartækifæri hafi henni þótt fulltraust og sannfærandi til að vera í líkingu við rafmyntarsvindl. Hún segir sannfærandi auglýsingaherferð svindlaranna, þar sem notast var við fræga einstaklinga – erlenda sem innlenda – hafa sannfært hana um lögmæti fjárfestingarinnar. Í fyrra vakti falsfrétt athygli víða þar sem hermt var að afhafnamaðurinn Björgólfur Thor hefði grætt 250 milljarða króna með rafmyntinni. Kom síðar í ljós að það var hluti af svikaherferð, en Margrét sagðist einmitt hafa látið blekkja sig af því að nafn auðkýfingsins og margra fleiri þekktra einstaklinga hefðu verið kennd við síðuna þar sem hún lét blekkjast.

Margrét skráði sig inn á vefinn Economist, fékk símtöl daglega frá svonefndum ráðgjöfum verðbréfamarkaðarins Aspen Holding og hafi þeir hvatt hana til að greiða meira fé sem myndi margfaldast, að hægt væri að fylgjast með þróun og gengi alls í gegnum vefinn.

„Það virtist ekki vera nein tilgerð yfir þessu. Það voru afar kurteisir og sannfærandi menn sem tóku fram að um ekkert svindl væri að ræða. Ég var sjálf hikandi, því þeir vildu fá að sjá vegabréfið mitt, en það voru einu skilríkin sem dugðu alþjóðlega,“ segir Margrét. Hún hugðist kaupa hlutabréf og selja þau skömmu síðar, en ráðgjafarnir hefðu ekki leyft henni að leysa út fjárhæðina þegar hún vildi gera það. Þeir sögðu að allt væri í vinnslu og tæki sinn tíma. Fyrr en varði voru nokkrir mánuðir liðnir og bólaði hvorki á svörum né peningum Margrétar. Hún hvetur Íslendinga til þess að halda sig fjarri öllum tækifærum sem þessu og brýnir fyrir fólki að svona svindl verði sífellt háþróaðra og meira úthugsað. „Þetta er stórhættulegt og ég er miður mín yfir þessu.“

Verið vakandi

Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í viðtali við DV fyrir stuttu að erfitt væri að hafa hendur í hári netþrjóta þar sem í langflestum tilvikum væri um að ræða erlenda einstaklinga.

„Fólk leitar talsvert til okkar, bæði til þess að fá upplýsingar eða leita ráða varðandi áhyggjur sínar. Svo eru alltaf einhverjir sem hafa látið blekkjast og borgað, þeir koma þá til okkar og vilja kæra, það er allur gangur á þessu,“ sagði Þórir og bætti við að ekki væri hægt að slá því föstu hvaða þjóðfélagshópar láti oftast glepjast. „Mín ráð eru fyrst og fremst þau að brýna fyrir fólki mikilvægi þess að vera vakandi fyrir öllu svona og gæta þess að vera gagnrýnið á þau gögn sem berast. Leggja alls ekki inn peninga á einhvern reikning nema að vel ígrunduðu máli og ef það á að greiða fjármuni að greiða þá með viðurkenndum leiðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“