fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

WOW air fer ekki í loftið strax: Gengur hægar en vonir stóðu til

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. september 2019 09:20

Michelle Roosevelt Edw­ards, stjórn­ar­formaður USA­erospace Associa­tes LLC. , wow air endurreist. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

WOW air mun ekki fara í loftið fyrr en um miðjan október en ekki í byrjun október eins og vonir stóðu til. Fjallað er um þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Þegar tilkynnt var um endurreisn félagsins á blaðamannafundi þann 6. september síðastliðinn sagði Michele Edwards, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, að lággjaldaflugrekstur myndi hefjast í byrjun október.

Í frétt ViðskiptaMoggans eru nokkrar ástæður fyrir töfunum raktar, til dæmis að lén félagsins (wow.is og wowair.com) hafi ekki fengist afhent. Heimildir blaðsins herma að undirbúningur gangi vel og fer vinna við bókunarvél félagsins fram hér á landi en vinna við flugrekstrarlega þætti í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn