fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Glundroði á tónleikum Of Monsters and Men – Þrjár konur slösuðust í óhugnanlegu atviki

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 24. september 2019 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjár konur slösuðust eftir að myndavél féll niður 10 metra á tónleikum Of Monsters and Men á Life is Beautiful-tónlistarhátíðinni í Las Vegas um helgina.

Myndavélin féll niður á áhorfendur tónleikanna og varð það til þess að ein kona hlaut höfuðmeiðsl en hinar tvær meiddust á fæti. Myndavélin sem féll vegur um 9 kíló, samkvæmt TMZ. Samkvæmt Daily Mail þá er líklegt að myndavélin hafi fallið eftir að rafmagnskapall færðist til með þeim afleiðingum að hann losnaði.

Talsmaður Life is Beautiful -átíðarinnar segir að allar þrjár konurnar hafi fengið aðhlynningu á hátíðarsvæðinu en tvær þeirra hafi síðan verið sendar á spítala til að fá frekari aðhlynningu. Þær voru útskrifaðar seinna sama kvöld.

Fulltrúi frá hátíðinni staðfesti það í samtali við KTNV að myndavélin hafi fallið á áhorfendurna á tónleikum Of Monsters and Men um helgina.

„Á Life is Beautiful hátíðinni er öryggi gestanna, samstarfsaðila, listamanna og starfsmanna í fyrirrúmi. Við sendum hlýjar hugsanir til þeirra sem lentu í þessu atviki. Við erum að rannsaka málið og vinna í því að komast til botns í þessu.“

Á síðasta ári slösuðust tveir á Life is Beatiful hátíðinni en þá var flugeldum skotið í átt að hópi tónleikagesta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist